Skírnir - 01.01.1938, Page 66
«4
Endurminningar frá ísaárunum 1880—86. [Skírnir
Þennan vetur, á útmánuðum, ráku sumir bændur sauði
sína til þeirra stöðva, sem helzt var um beitarsnöp að
ræða. Vandræðafundir voru haldnir í sveitum, til að ráða
fram úr, þar sem heyleysi var fyrir dyrum. Annars var
viðast hvar heybjörg til staðar, af því að undangengin
missiri voru svo ágæt, sem mest mátti verða. Vorbati
kom fyrir sumarmál, á pálmadrottinsdag fremur en páska-
daginn. Og hafísinn lónaði þá svo, að fram úr sá bæði til
lands og sjávar.
Þegar hafþök eru fyrir Norðurlandi, er mikla sjón að
sjá og furðulega. Hvergi er svo kallaðan svartmara að
líta yfir hafinu. Norðrið er stálgrátt eða úlfgrátt. Dauða-
þögn og grafarkyrrð ríkir þar, að því einu undanskildu,
að svolítið ískrar og marrar í flæðarmáli, þegar flóðið
lyftir ísbreiðunni eða fjaran lækkar hana. Þá gnestur í
grönum fjörunnar og um varir hennar froðar örlítið, þeg-
ar springur fyrir í ísnum af átökum flóðbylgjunnar. Þá
er samfrosta land og haf.
Höfuðskáld vor hafa, Matthías og Einar, leitað eftir
orðum og líkingum til að mála hafísinn. Einar kallar
hann „fljótandi álfu“, hið „hvíta grjót“ o. s. frv. Hann
segir m. a.: „á handvað gengur fóturinn þur“.
Frostaveturinn mikla gengu Norðlendingar fram á lag-
ísinn og dorguðu hákall og þorsk upp um ísinn. Þá reið
maður frá Húsavík í S.-Þingeyjarsýslu og beint yfir fló-
ann að Vargsnesi í Náttfaravíkum, drukkinn. Sú lína er
5—6 kílómetra norðan við fjarðarbotn. Hann hafði sleða
aftan í hestinum. Sú ferð þótti fífldirfskuför og var lengi
annáluð. Maðurinn hét Einar og var kallaður síldfiskur.
Matthías líkir hafísnum við kirkjugarð eða hafinu
— ásamt ísnum — kirkjugarð 100,000 kumbla, og í öðru
orðinu kallar hann ísinn „silfurflota“. Það nafn er í lík-
ingu við silfurhár, nafnið dregið af litnum Ijósa, því að
skírt silfur er nálega hvítt.
En þó að Matthías og Einar nái sér vel niðri á hafísn-
um í kvæðum sínum, leynir sér eigi sú staðreynd, að báð-
ir þeir andans jötnar standa álengdar ísnum og horfa á