Skírnir - 01.01.1938, Side 68
66
Endurminningar frá ísaárunum 1180—86. [Skírnir
Draumspaka menn órar fyrir ískomu með því móti, að
þeir sjá í svefni hvít skip sigla inn fjörðinn, eða þá að
þeir sjá timburflota reka að landi. Eg hefi enga sérstaka
drauma að greina frá ísaárunum, og veldur bernska mín
þeim misbresti. En einn draum verð eg að segja, sem var
fyrirboði snjóavetrarins mikla, sem vér Norðlendingar og
Austfirðingar köllum svo — veturinn 1935—36. Sá draum-
ur er vottfastur.
Maður heitir Jón Jónatansson, járnsmiður á Oddeyri.
Hann var á unga aldri vinnudrengur hjá Jóhannesi pósti
á Birningsstöðum í Laxárdal. Jón dreymir haustið 1934
(og sagði strax drauminn), að hann þóttist staddur á
Birningsstöðum hjá Jóhannesi, sem þá var dáinn fyrir
löngu. Honum þótti Jóhannes hafa með höndum pósthesta,
mjög álitlega, og báru tveir af. Jón þóttist fala hestana,
því að honum lék á þeim ágirndarhugur. Jóhannes neit-
aði að verða við kaupbeiðninni og mælti m. a. orða:
„Eg þarf að halda á duglegum hestum næsta vetur í
póstferðirnar".
Það fór svo, að á þeim vetri varð hestum eigi við kom-
ið á póstleiðinni, né í sumum sveitum norðaustanlands
vegna fanndýptar.
Eigi mundi draumur Jóns vera kominn undir vegna
ótta við fellivetur. Hann var búinn að vera á fjórða tug
ára borgarbúi, og bar engan kvíðboga fyrir harðindum
né heyleysi.
Harðindabálkur ísaáranna hófst með frostavetrinum
1880—81, og hann féll um sjálfan sig vorið 1886 eða ’87.
Eg man eigi með vissu, hvort heldur var. Eg sagði, að
hann félli um sjálfan sig (á sjálf síns bragði), en segja
mætti líka, að hann hafi ofboðið sjálfum sér með stór-
hríðagangi, sem var tvöfaldur í roðinu. Fyrri stórhríðin
brast á á sumardaginn fyrsta og geisaði svo að sólar-
hringum nam (2—3). Ishroði hafði verið á hrakningi
fyrir Norðurlandi um veturinn. Nú rak inn hafís, svo að
fyllti allan sjó frá Horni að Langanesi. Hákarlafleytur