Skírnir - 01.01.1938, Side 71
Skírnir] Endurminningar frá ísaárunum 1880—86.
69
hoppuðu og stungu nefjum niður í stálfrosinn garðinn. Það
þótti mér furðulegt, að litlu mjóaleggir lappanna skyldu
standast þetta heljar veður, án þess að beinfrjósa. Við,
sem vatnið sóttum, bárum það í bæinn þannig, að við höfð-
um föturnar í skjóli sjálfra okkar. Þó tætti upp úr þeim
vatnið. Okkur skinnkól á úlfliðina við að dæla í fötuna,
af því að þá kom bil milli ermar og vettlingslaska. En
tittlingana kól eigi á berar lappirnar.
Svo sagði mér bóndinn á Knútsstöðum, að þennan drott-
insdag (ef svo skyldi kalla) hefðu 60 álftir legið á Laxár-
ísi í einni breiðu, þéttri, og horft í veðrið. Áin var þá
augalaus. Þær lifðu þessa raun. Ef einhver kynni að vé-
fengja töluna og segja að örðugt myndi að telja rétt svo
marga fugla í þéttri breiðu og í hríðarkófi, þá er því til
að svara, að litlu skiptir, hvort álftirnar voru 60 eða 50.
Aðalatriðið er það, að álftirnar voru margar, höfðu með
sér félagsskap til að bjarga lífi sínu. Þær hafa safnazt
saman, því að annars kostar eru þær í fjölskylduflokkum
á ánni — 5—7, tvær snjóhvítar, þ. e. foreldrar, en ung-
arnir eru allan veturinn gráleitir, þrír eða fimm. Engin
þessara álfta fraus niður við ísinn. Þær horfðu allar í
veðrið og munu foreldrar hafa tekið sig fram um að vera
áveðra.
Á þessum voðavetrum varð sá aldurtili sjófuglanna, að
Warga hrakti hríðin á land. Fundust sumir langa leið frá
sjó, steindauðir. En mestur fjöldi æðarfugla og bjarg-
fugls fraus til bana í vökum milli jaka, þegar glufurnar
lagði.
Matthías segir í hafísskvæðinu:
„Björn og refur snudda tveir á hjarni,
gnaga soltnir sömu beinagrind".
Þetta eru skáldaýkjur. Þessir stallbræður hafa nóg að
eta, þegar hafþök gerir. Þá deyr sjófugl, ótalmargur. Þá
er birni og ref búin veizla, fremur en fasta. Eins dauði
verður þá annars líf.
Sumarið 1918 gerðust þau undur við Norðurland, frá