Skírnir - 01.01.1938, Page 72
70
Endurminningar frá ísaárunum 1880—86. [Skírnir
Horni til Langaness, að fjöldi landsela veslaðist upp og
dó — rak á fjörur, magran og með ljótum lungum. Eins
konar mæðiveiki, eða hvað? Eg veit með vissu, að hér á
Skjálfanda hefir selurinn eigi náð svipaðri tölu sem hann
hafði áður. Menn reyndu að gera sér þá grein fyrir þessu,
að selnum mundi hafa orðið þungt um andardráttinn und-
ir ísnum veturinn 1918. En eigi bar á þessum faraldri í
ríki landselanna eftir frostaveturinn mikla.
Eg hefi skjalfest þessar endurminningar til fróðleiks
forvitnum hugum. Og í annan stað til vakningar þeirri
óforsjálni, sem „etur blundandi“, eins og oturinn í Eddu-
sögninni, og uggir eigi að sér, trúir því, eða telur sér trú
um, að árgallar muni eigi framar koma yfir landið.
Þjóðin vor kemst eigi undan því, að bíta enn í brisið
hvíta.
Harðindi ísaáranna gengu svo nærri Matthíasi skáldi,
að hann kvað kvæði, sem sýndi, að hann taldi ólíft á ís-
landi, öðrum en hröfnum og hræfuglum. Hann gerði þó
bragarbót við því kvæði og gat þess þar, að hann hefði
„tæmt minni Heljar“, þegar hann kvað um hið „hrafn-
fundna land“.
Eintöl þau eða þagnarmál, sem fóru fram í hugskoti
unglinga, sem uxu upp á ísaárunum, verða eigi endursögð
hér. En á það má drepa, að úr skóla ísavetranna útskrif-
uðust menn og konur, sem reyndust vel sjálfum sér og
landinu. Og börn þeirra sum hafa drýgt dáð, bæði austan
hafs og vestan, ef til vill þess vegna, að frostið herti þau.