Skírnir - 01.01.1938, Page 73
Draumljóð.
Eftir Theodóru Thoroddsen.
Árið 1916 birtist í Skírni greinarkorn eftir mig, sem eg
kallaði Draumljóð, voru það vísur og vers, sem eg hafði
tínt saman, var það ætlan mín að halda áfram að safna
slíkum kviðlingum, en úr því hefir orðið minna en skyldi
eða eg hefði viljað, enda hefir mér lítið áskotnazt af því
tagi, en þetta lítið, sem það er, eru eftirfarandi ljóð:
Konu á Vesturlandi dreymdi kunningja sinn, sem
drukknað hafði þá fyrir skemmstu, kom hann til hennar
alvotur og kvað:
Með ýmsu móti allra kvöld
endar loks í strandi.
Brimið er hvítt og báran köld,
hún bar mig þó að landi.
Skömmu síðar fannst maður þessi sjórekinn.
Mann, sem átti heima skammt frá sjó, dreymdi, að til
S1n kæmi ókunnur maður, og mælti fram þessa vísu:
Hérna fram með fjörunum
flýtur búkurinn dauði.
Vitjaðu mín í vörunum
og verðu mig bárugnauði.
Maðurinn sagði draum sinn að morgni, henti hann gaman
að honum og hélt sig láta það ógert, að taka á sig óþarfa
ki’ók til að elta draumarugl. Gömul kona, sem var þar nær
stödd, bað hann víst fara ofan að vörunum. „Þig mun iðra
þess, drengur minn, ef þú skellir skolleyrum við draumn-
um“, sagði gamla konan og fyrir hennar orð gekk hann til