Skírnir - 01.01.1938, Síða 74
72
Draumljóð.
[Skírnir
sjávar, og viti menn, þar fann hann í flæðarmáli sjórekið
lík, sem hann auðvitað bjargaði undan sjó og var síðar
jarðað að kirkju.
Konu dreymdi sjódauðan mann, sem hún hafði þekkt
vel, heldur var hann illa til reika, hann kvað:
Ekki er friðleg sæng í sjó,
selurinn hirti skóna,
ofvaxið er einni kló
að eiga leik við flóna.
Seinna rak þennan mann, var hann berfættur á báðum
fótum og marétin af honum önnur höndin.
Eitt sinn fórst bátur úr fjölmennri verstöð, hafði oft
verið glatt með vermönnum og unga fólkinu á bæjunum
í kring. Skömmu eftir að slysið bar að, dreymdi konu þar
í þorpinu, að einn skipverja, ungur og kátur náungi, kæmi
til sín og mælti fram þessa vísu:
Eg hefi goldið æfisekt
á unnar stefnufundum,
en viðmót hlýrra hefi eg þekkt
hjá Heimabæjarsprundum.
Á Norðurlandi bar það við, að ungur og hraustur mað-
ur lagði á fjallveg í bezta veðri; það breyttist þó fljótlega
og gerði blindhríð. Þessi maður kom aldrei fram, þó að
spurzt væri fyrir um ferðir hans, þegar hríðinni létti, og
gerð leit að honum þar sem líklegt þótti, að hann hefði far-
ið um. Gátu menn sér helzt til, að hann hefði hrapað í
gjár eða gljúfur þar á heiðunum; styrktist sú trú mjög
við það, er kunningja hans dreymdi skömmu eftir hvarf
hans, að hann kæmi til sín blóðugur og illa til reika; þótt-
ist hann spyrja hann um líðan hans og hagi, en hann svar-
aði aðeins með þessari vísu:
Ekki er norðanhríðin hlý,
hrekur hún margt úr skorðum.
Gengið hefi eg gljúfrið í,
sem Grettir lýsti forðum.
Er hér líklega átt við vísu Grettis: „Gekk ek í gljúfr et
dökkva“.