Skírnir - 01.01.1938, Page 75
Skírnir]
Draumljóð.
73:
Annar maður varð úti norður þar og fannst ekki held-
ur. Konu á þeim slóðum dreymdi, að hann kæmi til sín
og mælti fram þessa vísu:
Hleður snjá um holt og börð,
Hel er þá á veiðum,
verður smá um veglaus skörð
vörnin á þeim leiðum.
Konu dreymdi eitt sinn kunningja sinn, þóttist sjá hann
ganga dapran í bragði. Ekki yrti hann á hana, en kvað
fyrir munni sér þessa vísu:
Enginn máni, engin sól
er á mínum leiðum,
en ótal vofur eiga skjól
uppi á þessum heiðum.
Þegar hún vaknaði og íhugaði drauminn, leizt henni ekki
á blikuna og fór að spyrjast fyrir um hagi mannsins. Var
hann þá bráðlifandi og í bezta gengi, en verið hafði hann
a ferð milli byggða, þegar hana dreymdi drauminn.
Seint á síðustu öld varð stúlka úti milli bæja vestur í
Dölum. Rætt var um, að hún hefði á ýmsan hátt gert vart
við sig, sem kallað var, enda var hún í broddi lífsins, þeg-
ar hún féll frá, kát og glæsileg og fráleitt södd lífdag-
anna. Stallsystur hennar eina dreymdi, að við sig kvæði
hún þessa vísu. Það var áður en hún fannst:
Um grund og hæðir hríðin hvín,
hennar er skæður galdur.
Brúðarslæðan björt er mín,
en beðurinn æði kaldur.
Ekki alls fyrir löngu var það, að konu dreymdi látinn
kunningja sinn, var hann hress og glaður. Vildi hún hafa
fregnir af líðan hans og fleiru, en hann var sagnafár, en
niælti fram þessa stöku:
Fyrir austan ævisjó
eru vegir greiðir,
en heljargatan, hún er mjó,
þar hittast margir feigir.
Sorgbitna konu, er misst hafði ástvin, er hún harmaði.