Skírnir - 01.01.1938, Page 78
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
Eftir Matthías Jónasson.
„Þrek er þaultaminn vilji“.
J. St. Mill.
I.
Ef nýfætt barn er borið saman við nýgotning æðri dýra-
tegunda, t. d. kettling, þá er raunverulega ekki hægt að
benda á andlega yfirburði barnsins, sem koma þó síðar í
Ijós. Samanburður hins sýnilega eins saman gæti miklu
fremur leitt til þeirrar skoðunar, að barnið skorti skyn
og þroskavænleik á við unga dýrsins. Samt væntum vér
þess, að hverju barni vakni vitund, sem æðri sé frumstæð-
ustu skynjun. Þannig segjum vér t. d., að siðgæðisvitund-
in sé hverjum andlega heilbrigðum ásköpuð; hún blundi
aðeins hjá óvita barni.
I þessari vissu tekur móðirin smám saman að temja
barninu ýmsar venjur og reglur, sem miða að undirbún-
ingi siðgæðisuppeldisins. í þágu þessarar tamningar neyt-
ir hún hvers sálræns hæfileika barnsins, t. d. ásthneigð-
ar þess, þótt hún viti, að barnið skortir enn þá skilning
á tilgangi þroskunarinnar. Tamningu nefnum vér fyrsta
stig uppeldisins á hverju sviði, unz barnið tekur að mæta
viðleitni menntgjafans á þann hátt, sem dýrinu er ekki
auðið: með sjálfstæðri, vitundrænni endursvörun. — Auð-
vitað er hér engin skýr merkjalína. Barnið mannast við
tamninguna, og hér mætti því í anda tungunnar tala um
menntun. Ekki gerist tamning heldur með öllu óþörf, þótt
barninu vakni andræn vitund. En menntunarhugtakið
verður skýrara, ef bæði stigin eru aðgreind. Það, sem á