Skírnir - 01.01.1938, Síða 79
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
77
síðari þroskaskeiðum nefnist sjálfstamning eða viljatamn-
ing, er í fyllsta skilningi menntun. Að því er fyrstu venj-
um og hlýðni barnsins viðvíkur, er ekki um neina vitund-
fæna endursvörun að ræða. Barnið hlýðir án þess að skilja
tilgang boðsins, án þess að finna vilja bjóðandans endur-
Wjóma í eigin vitund. Það er ýmist laðað eða neytt til
hlýðni eins og dýrið. Það er tamið við reglur og háttu, sem
það veit ekki hvað þýða, t. d. með næringu, hreinlæti,
svefn og hljóðleika.
Af þessu er auðsætt, hve afar þröng takmörk uppeldinu
væru sett, ef barninu vaknaði ekki siðgæðisvitund. Upp-
eldið væri þá, að því er hegðun snertir, einskorðað við
tamningu, sem dýr gæti einnig tekið. Barnið skorti þá
nieð öllu skilning á siðferðiki-öfum. Það gæti framið
odæði og unnið göfugt afrek, án þess að gera mæta mun;
fyrir það væri hvort tveggja aðeins athöfn. Slíkir sið-
gæðisfávitar eru til og eru ekki alltaf sneyddir öllum gáf-
Um á öðrum sviðum.
Flest börn öðlast siðgæðisvitund á tilsvarandi stigi þró-
unarinnar. Vaknandi siðgæðisskilningur þeirra tekur
smám saman að endursvara uppeldisáhrifum menntgjaf-
ans> ýmist í auðsveipni eða mótþróa. Siðgæðisvitund
barnsins er í fyrstu mjög óljós og háð kenndalífi þess. Að
sama skapi er skilningur þess gagnvart kröfum fullorð-
lnna ófullkominn, en samt lærist því brátt að sýna eftir-
látssemi þeim, sem það ann. Boð og bönn öðlast í vitund
barnsins ótvíræðara gildi, ef það á sterka samúð til bjóð-
andans. Það hlýðnast móðurinni öðrum fremur, af því að
Það elskar hana og nýtur ástar hennar. Sál þess er næm
fyrir áhrifum hennar, og ástin laðar til samlyndis. Ást-
tengdir barnsins við foreldrana má því skoða sem eins-
konar leiðslulínur félagslegs siðgæðis. Á þessum vegi öðl-
ast einstaklingurinn fyrst innræti og siðgæðisanda. Ætti
barnið engar slíkar samúðarkenndir gagnvart fullorðn-
um, myndi reynast mjög erfitt að innræta því siðgæðis-
skoðun og siði heildarinnar. Þetta samband milli ást-