Skírnir - 01.01.1938, Page 81
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
79“
unnar við þú-veruna vaknar sjálfshugul siðgæðisvitund
einstaklingsins, skilningur hans á siðgæðistign þú-verunn-
ar og siðgæðisanda félagsheildarinnar. Þannig þroskast
siðgæðisvitundin í skjóli ástarinnar.
Sé siðgæðisvitundin vöknuð, — í þessari tvíhverfu merk-
ingu: sem sjálfsvitund eg-verunnar og lotning fyrir sið-
gæðistign þú-verunnar, — orkar hún göfgandi á ástina..
Á frumstæðu stigi er móðurástin ástríðufull og siðgæðis-
snauð. Að sama skapi er ást barnsins eigingjörn og dýrs-
leg. En móðurástin göfgast, af því að hún beinist vitandi
að veru, gæddri siðgæðistign. „Guðsneistinn" í verund
barnsins vekur móðurinni lotningu og býður henni sjálfs-
göfgun. Þannig beinist siðgæðisvitund móðurinnar að-
hennar eigin ást og snýst gegn taumlausum ástríðum.
Móðirin leitast við að temja sér stillingu og réttlæti gagn-
vart barninu, þótt oft kosti það tilfinningarnar ærna fórn..
Þessi fórnfýsi, að leggja eigin tilfinningar á altari upp-
eldisins, er hin víðrómaða óeigingirni móðurástarinnar.
Það er ekki alltaf létt að sýna fullt réttlæti, ef eigið barn
hefir gert á hluta leiksystkina sinna, eða á einhvern hátt
brugðizt skyldum sínum og vonum móðurinnar. En göfug.
móðir finnur sig knúða til að haga uppeldi sínu þannig,.
að siðgæði barnsins þroskist sem bezt. Því sterkari áhrifr
sem siðgæðisvitundin hefir á göfgun móðurinnar, því auð-
veldara veitist henni að samræma ást sína kröfum réttlæt-
isvitundarinnar. Á þessu samræmi byggist í raun og veru
hæfileiki móðurinnar til að beita uppeldislegri hegningu
aieð tilætluðum árangri. Á sama hátt göfgast ást barns-
ins gagnvart móðurinni. Eftir því sem barninu vex þroski
til að skilja hið göfga í fari móðurinnar, laðast það til
sjálfsgöfgunar. En jafnframt því, að sýna móðurinni auð-
sveipni, reynir það að ná taumhaldi á tilfinningum sínum
gagnvart öðrum, til að særa ekki lotningu sína fyrir þeim.
Vaknandi skilningur barnsins á siðgæðistign mannlegrar
verundar er jafnframt vísir að réttlætisvitund hins full-
°vðna. Barnið uppgötvar þessa tign hjá sínum nánustu,
undir geislabliki fjölskylduástarinnar, en smám saman.