Skírnir - 01.01.1938, Page 82
■80
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
skilst því, aS hver maður er slíkri tign gæddur, að guðleg-
ur neisti býr í mannlegri verund. Þannig vaknar barninu
réttlætisvitund. Siðgæðisvitundin þroskast í skjóli gagn-
kvæmrar ástar, en orkar jafnframt göfgandi á ástina og
allt tilfinningalíf mannsins.
Gagnkvæm áhrif í göfgun ástar og þróun siðgæðisvit-
undar má ekki skilja þannig, að siðgæðisvitundin sé að-
eins ávöxtur ástarinnar. Eins og sýnt er, byggist göfgi
ástarinnar miklu fremur á siðgæðisvitundinni, en báðar
eru þó af óskyldum rótum runnar. Siðgæðisvitundin er
hverjum andlega heilbrigðum ásköpuð; tilvera, hennar er
ekki háð tilviljun umhverfisins. Aftur á móti þarfnast
þroskurí hennar ástríkis, rétt eins og blómknappurinn yl-
geisla sólarinnar.
Siðgæðisvitundin er að vissu leyti háð takmörkum ein-
staklingsverundarinnar. Hún er í eðli sínu einmana, ótjá-
anleg og þú-verunni óskiljanleg. Um þetta getur hver
sannfærzt með sjálfum sér! Enginn fær lesið leyndustu
hræringar samvizku minnar. Enginn fær skilið til fulls
efa minn gagnvart óvissri skylduákvörðun, hugarkvöl
mína í iðrun eftir óheillaverk, örvilnun mína, ef mér finnst
guð hafa yfirgefið mig. Hræringar samvizku minnar eru
duldar sjónum þú-verunnar. Tjáningarmöguleikar skyn-
seminnar reynast ónógir gagnvart dýpstu hræringum sið-
gæðisvitundarinnar. Þótt ást og vinátta tengi mig annari
veru svo náið, sem hugsanlegt er, renna samt verundir
okkar aldrei saman í eitt. Aldrei get eg nálgast þú-veruna
svo innilega, að eg finni í sjálfum mér allar hræringar
samvizku hennar. Einmanaleikinn og ótjáanleikinn eru
aðall sér-verunnar. Því dýpri skilning, sem eg á gagnvart
vini mínum, því óvefengjanlegri verður mér ótæmanleiki
verundar hans. Eg-veran er þú-verunni og þú-veran eg-
verunni í dýpsta eðli dularfull og óskiljanleg. í þessari
dul felst skapandi siðgæðisorka og ótæmi persónuleikans.
í sjálfsprófan sinni hörfar siðgæðisvitundin ávallt inn í
einmanaleik samvizkunnar og aflar sér vissu og orku til
nýrra dáða.