Skírnir - 01.01.1938, Page 84
82
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
rétt til menntunar. En hann vekur jafnframt og glæðir
uppeldisvilja og fórnfýsi menntgjafans.
Uppeldisvilji menntgjafans snýst aö menntunarhæfi-
leikum menntþegans, sem að framan var sýnt um móður
og barn. Þannig tengjast tveir einstaklingar ákveðnu
áhrifasambandi. Menntgjafinn á sem innræti þann sið-
gæðisanda, sem hann vill miðla, en aftur á móti auðnast
honum aldrei að ná beinu sambandi við innstu siðgæðis-
vitund barnsins. Bein áhrif hans eru því mjög takmörk-
uð. Af þessum sökum hafa fortölur og siðfræðsla tiltölu-
lega grunn og yfirborðsleg áhrif á barnið. Það nemur
slíka orðvizku aðeins að nokkru leyti, en sjaldan nær hún
að fléttast sem veigamikill þáttur ihn í vitundarvilja þess.
Árangur allra uppeldisáhrifa er því háður, hvort og að
hve miklu leyti starfræn vitund barnsins mætir viðleitni
menntgjafans. Að því er siðfræðslu (og trúfræðslu) snert-
ir, er þetta þó torveldara en í öðrum greinum, vegna ofan-
greindra erfiðleika, að vekja siðgæðisvitundina til þátt-
töku og viðhalda áhuga hennar. Þetta verður einkar ljóst,
ef um siðferðibresti er að ræða. Það ber engan árangur,
þótt eg prédiki ljúggjörnu barni: Þú átt alltaf að segja
satt. Það er ósiðlegt að ljúga. Þú átt að iðrast ósannsögli
þinnar. — Eða þrjózkufullu barni: Þú átt að hafa taum-
hald á skapsmunum þínum. Þér er minnkun að því, að
láta þráann ráða yfir þínum betra manni. Þú átt alltaf
að vera rólyndur og ljúflyndur. Auðvitað heyrir barnið
setningarnar og skilur að nafninu til þýðingu þeirra. En
sá kraftur, sem felst í orðum mínum, nær ekki til sið-
gæðisvitundar þess og veitir því engan styrk í baráttunni
gegn eigin veikleika og freistingum umhverfisins.
f stað þessarar aðferðar verður menntgjafinn að leit-
ast við að fá siðgæðisvitund barnsins viðfangsefni, sem
laði hana til athafna. Til þess neytir hann allra kennd-
rænna hneigða barnsins. Barnið finnur og endurgeldur
ást hans, virðir vilja hans og leitast við að sýna honum
auðsveipni, temur sér sjálfrátt og ósjálfrátt hegðun hans.
og framkomuháttu. En einkum neytir þó menntgjafinn at-