Skírnir - 01.01.1938, Side 86
84
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
hugun mín takmarkast við eigin samvizku, og mig brest-
ur jafnvel orð til að lýsa henni! En setjum svo, að sam-
vizku mína bresti öll sambönd við hlutrænan siðgæðis-
anda; hvernig myndi hún þá snúast við einhverju verki,
sem eg hefði drýgt? Myndi slík samvizka meta gott og
illt á sama hátt og siðgæðisvitund, sem auögazt hefir sið-
gæðisanda heildarinnar? Þýzki heimspekingurinn Hegel
segir: „Samvizkan ein saman, án vitundarsambands við
siðgæðisanda heildarinnar, er ávallt reiðubúin að snúast
til hins illa“.* 1) Þetta varðar miklu fyrir uppeldið. Ef barn-
inu gæfist ekki tækifæri til að innræta sér hið góða í sam-
lífi við aðra, myndi samvizka þess verða reikul og stefnu-
laus, jafnbúin til að lasta hið göfga sem hið ógöfga. En
með því að auðgast við siðgæðisanda heildarinnar, gerist
samvizkan vitundarvilja einstaklingsins dómari og leið-
sögumaður, hvetjandi og hamlandi, bjóðandi og bannandi
á víxl. Því er auðsætt, að siðgæðisvitund barnsins verður
að þroskast gagnvart hlutrænum viðfangsefnum, en í þess-
um tilgangi er samband ástar og siðgæðisvitundar mjög
frjótt og göfgandi.2)
Hvað sýnir þessi hugleiðing oss? Menntgjafinn getui'
ekki haft bein áhrif á siðgæðisvitund menntþegjans, því
að eigind hennar er tjáningarvana og þú-verunni óskilj-
anleg. Aftur á móti á vitundin sterk tengsl við hlutrænan
siðgæðisanda, fyrst og fremst að því leyti, sem mennt-
gjafinn raunhæfir hann í eigin persónu. Það er ekki bein-
línis hægt að þroska siðgæðisvitund og viljastyrk barns-
ins, heldur verða þau að þroskast, þ. e. þroska sig. Að vissu
leyti gildir sjálfsþroskalögmálið um alla lífræna þróun.
Vér getum ekki þroskað rósina, heldur aðeins veitt henni
nauðsynleg skilyrði til þroskunar. Sama gegnir með dýr-
ið; vér getum aðeins séð því fyrir næringu, lífslofti og
vitund að ræða, heldur einnig og miklu fremur um se'rvitund, hinn
ótjáanlega kjarna siðgæðisvitundarinnar.
1) Hegel: Werke 7, bls. 200, Die Philos. d. Rechts.
2) Sjá rit mitt: Recht und Sittlichkeit in Pestalozzis Kultur-
theorie, Berlin, 1936.