Skírnir - 01.01.1938, Side 87
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
85
öðrum nauðsynjum, sem þroskun þess krefst. Þó er þetta
miklu flóknara að því er manninn snertir. Hér eru þroska-
skilyrðin ekki aðeins fólgin í næringu (í víðustu merk-
ingu), heldur jafnframt í hæfilegum viðfangsefnum. Þró-
un andrænnar veru er háð sjálfviljugri athöfn hennar.
Hjá barninu byggist þessi athöfn á hvötum og hneigðum,
en að engu eða mjög litlu leyti á skilningi tilgangsins.
Markviss þjálfun fullorðins manns, t. d. íþróttamanns eða
hugsuðar, stjórnast af ljósri vitund um markmiðið og
þroskaáhrif viðfangsefnanna. Hnokkinn „vill verða stór
og sterkur", en hefir enga hugmynd um leiðina til þess.
Hann snýst við viðfangsefnunum eins og hvatir hans og
hneigðir bjóða. Þetta verður einkar ljóst gagnvart líkam-
legri þróun barnsins. Það hefði engin áhrif á þroskun
hvítvoðungsins, þótt eg áminnti hann í sífellu um að verða
stór og sterkur. Eg verð að fá honum viðfangsefni, sem
hann þroskast við. Tökum t. d. ganginn. Ekki lærir barn-
ið að ganga, þótt það njóti góðrar næringar; ekki heldur
þótt eg skýri því frá, hvernig gangandi maður heldur sér
uppréttum og ber fæturna. Það verður sjálft að fá að
reyna sig á viðfangsefninu. Fyrst í þessari reynslu þrosk-
ast kraftarnir, svo að barnið getur gengið. Þessi upp-
eldisreynsla er — að því er ganginn snertir — runnin
Wannkyninu í merg og blóð. Þrátt fyrir erfiðleika, óþæg-
indi og hættur, sem þessari aðferð eru samfara, hefir enn
eigi fundizt önnur þægilegri og öruggari. Mæðurnar, sem
styðja börnin til að standa upprétt og laða þau til að stíga
fyrstu sporin, geta aðeins gætt þess, að þau byrji á hæfi-
legu þroskastigi og ofreyni sig ekki. Allt annað verður að
koma frá hreyfihvöt barnsins sjálfs.
Vér völdum þetta auðvelda dæmi til að skýra annað
torskildara atriði. Eins og barninu er áskapaður hæfileiki
til að ganga upprétt, þannig blunda líka í eigind þess sið-
gæðisvitund og vilji. Hvernig verða þessir hæfileikar
vaktir og glæddir? Efli eg siðgæðisvitund barnsins, ef eg
segi við það: Þú átt að eignast næma siðgs^ðisvitund og
sterkan vilja? Ofangreind dæmi sýndu oss, að slíkar