Skírnir - 01.01.1938, Page 88
86
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
áminningar einar saman hafa engin þroskandi áhrif.
Menntgjafinn verður að veita barninu öll nauðsynleg skil-
yrði, ef siðgæði þess á að taka framförum. En þessi skil-
yrði eru — auk fullnægingar líkamsþarfanna — fyrst og
fremst í því fólgin, að fá athafnahneigð barnsins og vit-
undarvilja hæfileg viðfangsefni. Vilji barnsins og sið-
gæðisskilningur þroskast aðeins í athöfn, þ. e. í virkri
þátttöku í kenndum, áformum og starfi. Viljinn er ekki
einfaldur, heldur fjölþætt sálrænt fyrirbrigði. Þroskun
hans er því háð fullnægingu margvíslegra skilyrða. Þroski
hans gefur persónuleikanum þá innri festu, sem vér köll-
um skapgerð. Nú er þroski vitundarviljans ótvírætt höfuð-
markmið allrar menntunar. Viljasljór maður er ávallt
menntunarsnauður. Ef vér setjum siðgæðisþroska vilj-
ans, — í víðustu merkingu skapgerð —, sem hið persónu-
lega markmið siðgæðismenntunarinnar, þá verður ljóst,
að menntgjafanum ber fyrst og fremst að glæða í verund
menntþegjans skilyrði þess, að skapgerð geti myndazt.
Hann verður að gera sér Ijóst, hvaða skilyrðum þroskun
skapgerðar er háð, en síðan finna ráð til að fullnægja
þeim sem bezt. Vér hugleiðum þetta nánar.
III.
Skapgerð nefnum vér festu einstaklingsviljans í anda
félagslegs siðgæðis. Reikulir menn og einþykkir eru skap-
gerðarlausir. Samt þýðir skapgerðin ekki einingu og fullt
samræmi einstaklingsviljans við ríkjandi siðskoðun. Þvert
á móti er hér oft um andstöðu að ræða. En sá einn getur
komizt í sanna andstöðu við menninguna, sem sjálfur á
þroskaða menningarvitund. Öll mótstaða gagnvart and-
anum er knúin fram af krafti andans sjálfs. Þetta gildir
ekki sízt um siðgæðisskoðun heildarinnar og vitundar-
vilja skapgerðarmannsins. Þótt athafnaviljinn starfi sam-
kvæmt ríkjandi siðalögmáli heildarinnar, finnur hann að
öðru hvoru hvöt og þörf til að krjúpa auðmjúkur fyrir
skriftastóli áamvizkunnar. En samvizkan nærist og þrosk-
ast af hlutrænu siðgæði. Af þessum sökum birtist öll ný-