Skírnir - 01.01.1938, Page 89
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
87
sköpun í siðgæðisskoðunum sem þróun siðgæðisandans.
„Endurmat allra mæta“ (Nietzsche) er krafa persónu-
leika, sem á siðgæðisandann sem innræti.
Það er ekki ætlun vor, að fjalla um sérkenni skapgerð-
ar, heldur skilyrði hennar. En aðalskilyrðin eru nátengd
höfuðþáttum skapgerðar og geta því, fljótt á litið, birzt
sem einkenni.
Skapgerðarfræðingar tala um f jögur frumskilyrði skap-
gerðar.1)
1. Viljastyrkur. Fyrsta skilyrði fyrir myndun skap-
gerðar er sterkur og þolinn vilji. Án hans er skapgerðin
óhugsandi. Vilji barnsins er í fyrstu nátengdur hvötum
þess og kenndum. Þessar kenndrænu rætur tengja hann
heild persónuleikans; þær mega því aldrei slitna. En því
meir sem siðferðiþroski viljans vex, því frjálsari gerist
hann gagnvart tilfinningalífinu, og því öruggari stjórn
nær hann á persónuheildinni. Mannsviljinn er ekki blind-
ur, heldur vitandi. Sem vitundarvilji er hann í eðli sínu
frjáls og óháður. Athöfn viljans er í því fólgin, að setja
sér takmark og keppa að því. Vér segjum, að persónan
taki ákvörðun, sem ákveði stefnu viljans gagnvart vissu
niarki. Til þess að ákveða sig, þarf viljinn sjálfræðis- og
ákvörðunarhæfileika, en festu og seiglu til að halda óhvik-
ult við ákvörðun sína, þótt efi geri vart við sig eftir á,
eða erfiðleikarnir reynist harðari en ætlað var í fyrstu.
Ákefð ein veitir viljanum því ekki styrk til lengdar, held-
ur verður hann einnig að öðlast þolni. Ljós siðgæðisvit-
uud, óskeikul markvissa, ört viljamagn og einbeitt þolni
eru höfuðþættir þess vilja, sem myndar skapgerð.
2. Dómgreind. Magn viljans og þol eru ekki óháð eðli
ákvörðunarinnar. Ef hún er tekin af reikandi ráði og fljót-
færni, lamast viljinn fljótt, einkum ef hann mætir erfið-
leikum. Því varðar miklu, að viðkomandi athugi með
skarpri dómgreind allar ástæður, sem fyrir hendi eru, og
1) Samanber Kerschensteiner: Charakterbegr. u. Charakterer-
ziehung, Leipzig, 1929.