Skírnir - 01.01.1938, Síða 90
88
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
allar afleiðingar, sem fram hljóta að koma, áður en hann
tekur ákvörðun sína. Sá, sem ekki á næga stillingu og
vitsmuni til þessa, getur aldrei öðlast skapgerð. Grunn-
hyggni hans og fljótfærni leika sífellt á hann. Aftur á
móti má umhugsunin ekki lenda í eintómu hugarvingli,
sem enga ákvörðun þorir að taka. Slíka menn kallar tung-
an í broslegri líkingu „hvorki hráa né soðna“. Auðvitað
eru ástæður flestra ákvarðana þannig, að eitt mælir með,
annað móti. Vilji er einmitt hæfileikinn, að taka ákvörð-
un þegar svona stendur á. Því betur sem allar ástæður
eru vegnar, áður ákvörðunin er tekin, því minni hætta
er á, að viljinn sjái sig neyddan til að hvika frá stefnu
sinni, heldur haldi fast við áformið, unz settu marki er
náð. — Þetta sýnir bezt, hve nátengdur viljinn er vitund-
inni, eða því, sem almennt er kallað skynsemi. Áður var
álitið, að vilji, kenndir og skynsemi væru fyllilega að-
greindir hæfileikar. Nú vitum vér, að svo er ekki. Þau
eru þaulofnir þættir í órjúfandi vef persónuheildarinnar.
Þessi þekking varðar miklu fyrir uppeldið.
3. Næmlyndi. Ákvörðun viljans byggist ekki ávallt á
Ijósum rökum dómgreindarinnar einum saman. Oft eru
staðreyndirnar svo tvíræðar, viðfangsefnin svo flókin, að
innsæi og næmleiki ráða meiru um ákvörðun viljans en
rök hugsunarinnar. Mismunandi næmleiki skynfæranna
hefir nokkra þýðingu fyrir myndun skapgerðarinnar.
Miklu meir varðar þó um sálrænan næmleika, sem blátt
áfram verður að teljast eitt frumskilyrði skapgerðar.
Næmlyndið auðgar vitundarviljann og styrkir ákvörðun
hans, þótt rök skynseminnar séu veik. Það gerir manninn
hæfan til að meta hindranir og möguleika áforma sinna,
finna samúð og andúð gagnvart stefnu sinni. Það stælir
og mýkir vilja hans í senn. Næmlyndur maður er fljótur
að átta sig á sálrænu ástandi annara og finnur auðveld-
lega hið rétta viðmót gagnvart þeim. Sú tegund næm-
lyndis, sem skapar viðmót gagnvart öðrum, heitir hátt-
vísi, en hana má skapgerð aldrei bresta. Hroki er óhátt-