Skírnir - 01.01.1938, Side 92
90
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
[Skírnir
þroskinn höfuSmark menntunarinnar. Ef menntgjafinn
er með öllu áhrifalaus í þessa átt, þá er starf hans líka
lamað, og sneytt æðra tilgangi sínum. En svo illa er þessu
ekki farið. Menntgjafinn getur haft óbein áhrif á þrosk-
un viljans, með því að fá athafnahneigð barnsins hæfileg
viðfangsefni. Viðfangsefni barnsviljans verða að samsvara
honum eins og viðfangsefni fullorðinna vilja þeirra. Þá
vaknar barninu brennandi áhugi fyrir viðfangsefnunum,
og þau stæla vilja þess á sama hátt og sjálfvalin viðfangs-
efni vilja fullorðinna. Heilbrigt barn finnur ávallt ný við-
fangsefni, bæði í leikum og störfum, og þar sem um enga
slysahættu er að ræða, ber menntgjafanum aðeins að gæta
þess, að aðstæður séu til ótruflaðra framkvæmda. Jafn-
framt bendir hann barninu á ný viðfangsefni, hugræns
og starfræns eðlis, en ávallt á þann hátt, að sjálfkrafa
áhugi þess vakni. Er þetta einkar áríðandi gagnvart börn-
um, sem eiga sljóan athafnavilja; þeim ætti sífellt að fá
viðfangsefni í leikum, smásnúningum, handavinnu o. fl.
Sum börn leika sér og starfa af slíkri hrifningu og eld-
móði, að þau þarfnast engrar uppörvunar. 1 athöfn og
átökum við viðfangsefnin þroskast styrkur viljans bezt.
Því eldra sem barnið verður, því stöðugri verður áhugi
þess gagnvart fjarlægu markmiði viljans. En auðvitað
verður barninu þá að veitast næði og tækifæri til að fram-
fylgja ásetningi sínum. Án sjáanlegra athafnamöguleika
fær áhugi barnsins ekki lengi haldizt. Til þess að vekja
því sannan áhuga fyrir leik eða leikfangi, er bezt að lofa
því að sjá, hvernig önnur börn leika sér að því sama. Barn-
inu er fjörugur athafnavilji svo eiginlegur, að það getur
ekki lengi verið áhorfandi, heldur tekur fyrr en varir þátt
í leiknum með lífi og sál. Alla leiki læra börn því auðveld-
legast af öðrum börnum. Aftur á móti brestur flesta full-
orðna hæfileika til að leika sér barnslega. Gagnvart smá-
snúningum, sem barnið vill gera, mega fullorðnir aldrei
vera svo harðir í dómum, að þeir veiki heilbrigt sjálfs-
traust þess. Barnið skilur ekki mælikvarða fullorðinna og
vonast eftir viðurkenningu fyrir allt, sem það gerði af