Skírnir - 01.01.1938, Page 93
Skírnir]
Siðgæðisvitund og skapgerðarlist.
91
einlægum vilja. Það er líka hægt að lofa barnið í viðleitni
sinni og örva sjálfstraust þess og athafnahneigð, án þess
að ala upp í því mont og oflátungshátt. Viljanum vex
áræði og styrkur með hverjum sigri. Nagandi vantraust
veikir mátt hans.
2. Dómgreind barnsins er auðglæddust þeirra frumskil-
yrða skapgerðar, sem vér töldum. Raunar er fljótfærni
sumum mönnum svo eiginleg, að erfitt er að venja þá á
rólega yfirvegun. En með því að dómgreindin liggur að
mestu á sviði almennrar skynsemi, er hægast að fá henni
hæfileg viðfangsefni til þroskunar og að meta framfarir
hennar. Hún þroskast samfara skynsemi barnsins og at-
hygligáfu. Foreldrar ættu því að kosta kapps um að gera
barninu sem bezt skiljanlegar afleiðingar orða og gerða
með einföldum dæmum úr daglegu lífi. Verður ávallt að
velja þau þannig, að þau veki áhuga barnsins, en þó ber
að varast að nota þess eigin yfirsjónir og ávirðingar sem
a&alefni þessarar fræðslu. Ef barnið skoðar sig sem söku-
dólg, eru athygli þess og dómgreind ávallt að einhverju
leyti lamaðar og í fjötrum. Siðfræðslan á því sem mest að
vera óháð framferði barnsins, og ber miklu fremur að
fara með það sem aukaatriði. Barnið veitir samt ávirð-
ingum sínum næga eftirtekt. Gagnvart dómgreind barns-
ins geta líka skynsamlegar fortölur haft góð áhrif á sið-
ferðisþroskun þess, þótt ávallt ætti að beita þeim af var-
áð og nærgætni. Fortölum má ýmist beita hyggilega eða
iieimskulega, og verða áhrif þeirra til bóta eða spillingar,
eftir því hvernig á er haldið. Bætandi áhrif geta fortölur
haft, ef þær snúa sér fyrst og fremst til dómgreindar
barnsins og gefa stuttar og einfaldar skýringar, sem skiln-
ingi þess eru ekki ofvaxnar. Þær sýna þá barninu, að kröf-
ur foreldranna stjórnast af nauðsyn, en ekki duttlungum.
Þannig vaknar barnið smám saman til íhugunar, eftir því
sem þroski þess vex. Form þessara áminninga verður
ávallt að vera sem einfaldast, miðað við þroskastig barns-
ins. Aftur á móti hafa langar fortölur og flóknar umvand-
nnir engin þroskandi áhrif á barnið á þessum aldri. (Öðru