Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 98
96
Siðgæðisvitund og skapg-erðarlist.
[Skírnir
IV.
Ef menntgjafinn gaumgæfir þessi frumskilyrði skap-
gerðar, er sérleika einstaklingsins borgið, þótt uppeldið
stefni að almennu takmarki. Skylda menntgjafans gagn-
vart einstaklingnum er sú, að glæða þroskavænlegustu
hæfileika og efla beztu hneigðir hans. Einmitt sökum þess,
hve fjölþætt þróun viljalífs og skapgerðar er, á einstakl-
ingurinn sérstæða menntunarþörf og sérstæða menntun-
armöguleika. Sum börn eiga góða dómgreind, en grunna
geðbifun, svo að viljinn verður reikull og óþolinn. Önnur
skortir næmlyndi, svo að viljinn birtist sem blind ein-
þykkni og sérvizka. Ýms loga af hrifningu fyrir einhverju
áformi, en verða brátt leið á því eða gefast upp við fyrstu
erfiðleikana. Sum eru full oftrausts á eigin hæfileikum,
önnur vantreysta sér til alls. Sum brenna af áhuga og at-
hafnaþrá, önnur eru dauf og viljasljó. Sum eru örlynd,
síleikandi eða starfandi, samþýðast öðrum auðveldlega,
en beina sjaldan gagnrýnandi huga að sjálfum sér. Önn-
ur eru hljóðlát, sein til ákvarðana, þunglamaleg í við-
kynningu, en hneigjast seinna til hugleiðinga og sjálfs-
íhygli. Uppeldisskylda foreldranna er ekki sízt í því fólg-
in, að skilja barnið, sjá og viðurkenna, hvers það þarfn-
ast. Einstaklingsverund barnsins, með öllum kostum og
göllum, með ásköpuðum möguleikum og hömlum mennt-
unar, er hið raunverulega viðfangsefni menntgjafans.
Skapgerð myndast hvorki í blindri þvingun né í taumlausu
„frelsi“, heldur þar, sem verund einstaldingsins lýtur sjálf-
viljug rökum hlutræns anda. Skapgerðarlistin virðir því
sérleika einstaklingsins, jafnframt því sem hún auðgar
hann anda siðgæðisins. Að fullu þróast skapgerðin aðeins
hjá einstaklingi, sem af frjálsum vilja og með föstum
ásetningi tekur eigið uppeldi æ meir í sínar hendur.
Það er ekki hægt að gefa almennar og einfaldar reglur
um skapgerðarlist. Hún er heldur ekki meðfæri hvers
menntgjafa. Enginn fær glætt öðrum skapgerð, nema
hann eigi hana sjálfur. Ekki er heldur hver einstakling-
ur efni í skapgerðarmann, og fáum auðnast að þroska