Skírnir - 01.01.1938, Síða 104
102
S'endiherrar.
[Skírnir
flokks fer tign sendimannanna á hverjum stað eftir em-
bættisaldri þeirra þar. Nú á tímum þykir þessi skipting í
tignarflokka úrelt orðin, en tilraunir, sem gerðar hafa ver-
ið til þess að breyta henni, hafa engan árangur borið. Þeg-
ar frá eru talin metorð sendimannanna eftir framannefnd-
um fjórum tignarflokkum, er réttarstaða þeirra hin sama.
Auk sendiherranna sjálfra starfa aðrir diplomatiskir
sendimenn við sendisveitirnar, en það eru svonefndir
sendiráðsritarar og ráðanautar (attachés), svo og skrif-
stofufólk, sem ekki telst til diplomatisku sendimannanna.
Allir diplomatiskir sendimenn hjá sama ríki eru einu nafni
nefndir corps diplomatique, og forseti þess, sem heitir
doyen, er sá sendiherra í æðsta tignarflokknum, sem elzt-
ur er að embættisaldri.
Þess er eigi krafizt að þjóðarétti, að menn fullnægi
neinum ákveðnum skilyrðum til þess að geta orðið sendi-
herrar, og ekki er unnt að gefa neinar ákveðnar reglur
um slík skilyrði, því að sinn er siður í hverju landi. Þess
má aðeins geta, að í sumum ríkjum er þess krafizt, að um-
sækjendur gangi undir próf eða að þeir a. m. k. hafi feng-
ið ákveðna menntun, t. d. háskólamenntun. Að sjálfsögðu
þurfa þeir að vera vel að sér í málum og auk þess helzt að
hafa þekkingu á lögfræði, hagfræði og verzlunarmálum.
Konur geta yfirleitt orðið sendiherrar jafnt og karlmenn,
og eru þess nokkur dæmi, einkum frá síðari árum. Hitt
er annað mál, að sum ríki mundu ef til vill kjósa að hliðra
sér hjá að taka við konum sem sendiherrum. Flest ríki
fylg'ja þeirri reglu, að senda fyrirspurn um það til við-
tökuríkisins, hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu, að ákveð-
inn maður (eða kona) verði sendur þangað til þess að
gæta þar hagsmuna þess sem sendiherra, þ. e. a. s. hvort
hann sé persona grata (þokkasæll) í viðtökuríkinu. Venju-
lega er slíkri fyrirspurn svarað játandi, en hitt kemur
líka fyrir, að viðtökuríkið neiti að taka við þeim manni,
sem sendiríkið vill fela þar mál sín. Ekki er talið skylt að
tilgreina ástæður fyrir synjuninni. Þess má geta, að ríki