Skírnir - 01.01.1938, Page 106
104
Sendiherrar.
[Skírnir
Umboðið nær til allrar venjulegrar starfsemi, sem fyrir
kemur í daglegum viðskiptum fastrar sendisveitar, en eigi
sendiherra að framkvæma einhverja þýðingarmikla em-
bættisathöfn, t. d. skrifa undir samning fyrir hönd ríkis-
stjórnar sinnar, þarf venjulega sérstakt umboð til þess;
er það nefnt plein pouvoir (fullt umboð). Samskonar um-
boð fá og þeir, sem leysa eiga ákveðin störf af hendi eða
sitja eiga alþjóðafundi eða ráðstefnur. Slík umboð eru
ekki afhent þjóðhöfðingjanum í því landi, sem fundurinn
eða ráðstefnan fer fram í, heldur sýna fulltrúarnir þau
hver öðrum á fyrsta fundinum, sem haldinn er, eða ef um-
boðið er handa föstum sendiherra til að undirskrifa samn-
ing, áður en sú athöfn fer fram. Ennfremur hafa sendi-
herrar sérstök vegabréf, sem þeir afhenda utanríkismála-
ráðuneyti viðtökuríkisins til varðveizlu, og er það geymt
þar til sendiherra lætur af embætti og fer brott úr land-
inu, því að þá er honum afhent það.
Sendiherrastarfið getur fallið niður með ýmsum hætti.
Það getur orðið við afturköllun úr embætti, og geta legið
til þess margar ástæður. Það er siður, að menn séu ekki
látnir gegna sendiherraembætti mjög lengi á hverjum
stað, og því er það algengt, að þeir séu fluttir í annað em-
bætti. Brottflutningur er því ein helzta ástæðan til aftur-
köllunar úr embætti. Ef sendiherra hækkar í tign, má
segja, að starfi hans sem sendimanns í lægra tignarflokki
sé þar með lokið, enda er honum þá veitt nýtt embættis-
umboð sem sendiherra í hærra tignarflokki. Ennfremur
getur afturköllun átt sér stað vegna þess að sendiherra
fær lausn frá embætti, t. d. vegna sjúkdóms eða fyrir ald-
urs sakir eða þá af einkaástæðum. Þá getur starfið fall-
ið brott við þjóðhöfðingjaskipti í konungsríkjum, því að
oft er skipt um sendiherra þegar svo stendur á, en hitt er
þó talið nægilegt, að endurnýja embættisumboðið, enda er
það algengara. Við forsetaskipti eða utanríkismálaráð-
herraskipti er eigi talin þörf á að endurnýja embættisum-
boðin. Ef þau eru endurnýjuð af framangreindum ástæð-
um, hefir endurnýjunin engin áhrif á embættisaldur sendi-