Skírnir - 01.01.1938, Síða 108
106
Sendiherrar.
[Skírnir
bréfsins er oftast nær þannig, að byrjað er á að viður-
kenna viðtöku afturköllunarbréfsins; því næst er það
harmað, að hlutaðeigandi sendiherra eigi að fara burt, og
lokið lofsyrði á starfsemi hans, og að lokum eru bornar
fram árnaðaróskir til handa þjóðhöfðingja sendiríkisins.
Falli starfið niður vegna slita sendiráðs-sambandsins
er eigi um hátíðlega kveðjuathöfn að ræða. Sendiherrann
■biður þá um, eða honum er afhent óbeðið, vegabréf hans,
sem geymt hefir verið í utanríkismálaráðuneytinu eins og
áður er sagt. Stundum kemur það og fyrir, að sendiherr-
ann fari burt fyrir fullt og allt, án þess að viðtökuríkinu
sé tilkynnt það fyrr en síðar, að hann hafi látið af embætti.
Það, sem hér hefir verið sagt að framan, á við við um
fasta sendiherra. Störf þeirra sendiherra, sem leysa eiga
af hendi ákveðin verkefni, falla niður þegar verkefnið er
af hendi leyst, og ef starfið hefir verið tímabundð, fellur
það niður þegar hinn ákveðni tími er útrunninn.
Frá þeirri stundu, að sendiherra kemur inn yfir landa-
mæri viðtökuríkisins, og þar til hann lætur af embætti og
fer af landi brott, nýtur hann sérstakrar friðhelgi og ým-
issa sérréttinda, sem á erlendum málum eru nefnd exterri-
torial réttindi (úrlendisréttur). I réttindum þessum felst
«kki, að sendiherra sé yfir lögin í viðtökulandinu hafinn,
heldur að lögum þessum verði ekki beitt gegn honum. Lög
sendiríkisins ná hinsvegar til hans, og varnarþing á hann
í heimalandi sínu. Þessi hlunnindi eru byggð á almennri
venju og þegjandi samþykki, því svo er talið, að ef hvers-
konar viðskipti milli fullvalda ríkja eiga fram að fara svo
vel sé, og það er einmitt hlutverk sendiherranna að vinna
að því, þá sé nauðsynlegt, að sendimennirnir séu algerlega
óháðir í ríkjum þeim, sem þeir dvelja í, og að þeir geti
óáreittir staðið í sambandi við stjórnina í heimaríkinu.
í ákvæðinu um friðhelgi felst það, að sendiherrar eru
sérstaklega verndaðir gegn árásum, réttmætum sem órétt-
mætum, og að þeir eru undanþegnir lögsókn af hálfu hins
opinbera. Verndin, sem sendiherrum er veitt, er aðal-
lega fólgin í því, að þyngri refsing liggur við brotum gegn