Skírnir - 01.01.1938, Síða 111
Skírnir]
Sendiherrar.
109
og eigi er notuð til þarfa sendiráðsins. Þá er og talið, að
sendiherra geti, að minnsta kosti með samþykki ríkis-
stjórnarinnar í sínu eigin landi, afsalað sér réttinum til
undanþágu frá dómsvaldi viðtökuríkisins. Og loks má geta
þess, að sérréttindin eru því ekki til fyrirstöðu, að skuld-
heimtumenn sendiherra geti fengið fullnægt kröfum sín-
um, þegar það er hægt án íhlutunar dómstólanna. Ef t. d.
skuldheimtumaður hefir fengið handveð hjá sendiherra
fyrir kröfu sinni, ætti hann að mega selja hina veðsettu
uiuni eftir almennum reglum um sölu handveðs.
Samkvæmt þjóðarétti eru sendiherrar skattfrjálsir að
því er snertir beina skatta til ríkis og bæjar- eða sveita-
félaga og einstaka skatta aðra. Fasteignaskatt verða þeir
að greiða af fasteignum, sem þeir eiga, nema þær séu
notaðar í þarfir sendiráðsins. Hinsvegar eiga þeir enga
heimtingu á tollfrelsi, en flest ríki taka þó ekki toll af
hverskonar flutningi, sem ætlaður er til eigin þarfa sendi-
herra. T. d. er það föst regla, að taka ekki toll af farangri
sendiherra við landamæri viðtökuríkisins. Sendiherrarnir
fá hjá sendiherra viðtökuríkisins í sendiríkinu meðferðis
bréf, sem nefnast laissez-passer (leiðarbréf), og eru þau
stíluð til tollgæzlumanna í hlutaðeigandi landi, og felast í
þeim tilmæli um að greiða fyrir handhafa slíkra bréfa og
láta hann fara ferða sinna frjálsan og óhindraðan með
farangur sinn. Sendiherrar eru að sjálfsögðu undanþegnir
öllum borgaralegum kvöðum, en opinber réttargjöld og
önnur slík gjöld verða þeir yfirleitt að borga sem aðrir.
Til úrlendisréttindanna telst ennfremur franchise de
l’hötel eða friðhelgi sendiráðsbústaðarins. Fyrr á tímum
gátu sendiherrar jafnvel heimtað, að heil bæjarhverfi væru
friðuð, en slíkt er nú fyrir löngu úr sögunni, nema í Kína,
þar sem réttur þessi, franchise du quartier, var tryggður
með samningi eftir boxarauppreisnina um aldamótin síð-
ustu. Af friðhelgi sendiráðsbústaðarins leiðir það, að op-
inberir embættismenn viðtökuríkisins geta ekki án sam-
þykkis sendiherra fengið aðgang að sendiráðinu til þess að
framkvæma embættisstörf þar. Það er því t. d. ekki hægt