Skírnir - 01.01.1938, Síða 114
112
Sendiherrar.
[Skírnir
en ferðamenn almennt. Á stríðstímum er hinsvegar allt
öðru máli að gegna, því að ef þriðja ríkið er í ófriði við
sendiríkið eða viðtökuríkið, telur það sér ekki skylt að
leyfa sendiherrum þessara ríkja frjálsa umferð um landið,
og getur meira að segja tekið þá fasta, ef þeir eru staddir
innan landamæranna, og haft þá í haldi eins og venjulega
herfanga.
Bæði fastir sendimenn og sendimenn í sérstökum erinda-
gerðum njóta friðhelgi og úrlendisréttinda þeirra, sem að
framan getur, en eins og gefur að skilja, eiga þá sum
réttindin eingöngu við um föstu sendiherrana.
Starfsemi sendiherra er í því falin, að gæta hagsmuna
síns eigin ríkis og þegna þess í hvívetna gagnvart viðtöku-
ríkinu. Hér verður rætt um störf fastra sendiherra. Starf-
semi sendimanna, sem sendir eru til þess að leysa af hendi
einstök ákveðin störf, fer að sjálfsögðu eftir því, hvers
eðlis sendiförin er.
Þess er getið hér að framan, að sendiherrar séu stjórn-
arfulltrúar ríkis síns hjá öðru ríki, og það er einmitt eitt
af aðalstörfum sendiherrans að gæta stjórnmálahagsmuna
þjóðar sinnar hjá viðtökuríkinu. í því skyni ber sendi-
herra að fylgjast vel með öilum stjórnmálum í viðtökurík-
inu, ekki sízt utanríkismálum þess, svo og öðrum mikil-
vægum atburðum, sem kunna að hafa áhrif á stjórnmálin
út á við, og á sendiherra að gefa ríkisstjórn sinni skýrslur
um það, sem gerist í slíkum málum. Hinsvegar mega sendi-
herrar ekki fyrir nokkurn mun, hvorki beint né óbeint,
taka þátt í innanríkismálum viðtökuríkisins, því að slíkt
er algerlega ósamrímanlegt stöðu þeirra og getur haft
mjög alvarlegar afleiðingar.
Ennfremur á sendiherrann að gæta hagsmuna sendirík-
isins í verzlunar- og viðskiptamálum þess og viðtökuríkis-
ins, og má óefað telja það þýðingarmesta verkefni sendi-
herra nú á tímum, og skal því vikið nokkru nánar að
þessu. Áður fyrr voru það ræðismennirnir, sem höfðu
þessi störf með höndum, og svo er að vísu enn að ýmsu
leyti, en sendiherrum voru aðallega eða eingöngu falin