Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 116
114
Sendiherrar.
[Skírnir
það einnig til starfsemi sendiherra, að veita kaupmönn-
um í sendiríkinu upplýsingar um verzlunarhagi í viðtöku-
ríkinu og svara fyrirspurnum þar að lútandi. Sama gildir,
ef kaupmenn í viðtökuríkinu óska upplýsinga um við-
skiptamál sendiríkisins, ekki sízt, ef fyrirspurnin snertir
kaup á framleiðsluvörum sendiríkisins. Ennfremur eiga
sendiherrar að aðstoða kaupmenn og erindreka frá þeirra
eigin landi, sem ferðast til viðtökuríkisins í verzlunarer-
indum, eftir beztu getu, og reyna að greiða götu þeirra,
t. d. koma þeim í samband við málsmetandi menn þar.
Þá er það eitt af hlutverkum sendiherra, að vernda og
aðstoða ríkisborgara sendiríkisins, sem búsettir eru í við-
tökuríkinu, og eignir þeirra þar, svo og aðra ríkisborgara
síns eigin lands, sem dvelja þar um stundarsakir. Ef þeir
eru beittir órétti eða farið ver með þá en aðra erlenda
menn, sem þar eru, getur sendiherra skorizt í leikinn og
reynt að hjálpa þeim til að fá leiðréttingu mála sinna.
Hvert ríki fyrir sig getur ákveðið, að hve miklu leyti
sendiherrar skuli aðstoða ríkisborgara síns eigin lands,
en gæta verður þess, að ekki sé farið svo langt í því efni,
að það brjóti í bág við lög annara ríkja. Ekki getur ríki
heimilað sendimönnum sínum lögsögu yfir ríkisborgurum
sínum í erlendu ríki. Þetta tíðkaðist áður fyrr í ríkjum,
sem talin voru standa á lágu menningarstigi, en er nú ná-
lega alveg horfið úr sögunni. Sem dæmi þeirrar aðstoðar,
sem sendiherrar almennt geta veitt, má nefna, að þeim er
falið að framkvæma nótaríalgerðir, staðfesta undirskriftir
undir skjöl, gefa út vottorð (þó yfirleitt ekki um gildandi
lög og rétt í sendiríkinu) og vegabréf, gefa saman hjón,
semja erfðaskrár og fleira því um líkt.
1 viðskiptum sínum við stjórnarvöldin í viðtökuríkinu
er það almenn regla, að sendiherrar snúi sér til utanríkis-
málaráðherrans eða ráðuneytis hans. Geta þau viðskipti
farið fram bæði munnlega og skriflega. Ef þau eru munn-
leg, er það, sem fram hefir farið, oft skrifað niður á eftir,
sérstaklega ef ætla má, að málið verði tekið til meðferðar
síðar, og er plagg það, sem til verður á þann hátt, nefnt