Skírnir - 01.01.1938, Page 117
Skírnir]
Sendiherrar.
115
aide mémoire (minnisgrein). Ef sendiherra hinsvegar
leggur mál skriflega fyrir utanríkismálaráðherrann, gerir
hann það annaðhvort með bréfi, sem er undirritað af hon-
um sjálfum eða utanríkismálaráðherranum í hans eigin
landi og nefnt er note signée (undirritað skjal), eða, ef um
minni háttar mál er að ræða, með svonefndri note verbale
(orðsending). Slík bréf eru óundirrituð og stíluð í þriðju
persónu. Yenja er, að bréfunum sé svarað í sama formi
og þau bréf eru, sem gefið hafa tilefni til svarsins.
Sendiráðs-málið er franska, og er því siður, að bréf-
in séu skrifuð á frönsku, en stórveldi eins og Bretland og
Bandaríki Norðurameríku nota þó ensku, og smáríki, sem
skilja mál hvers annars, eins og t. d. Norðurlandaríkin,
nota í viðskiptum sín á milli sín eigin mál, þó þannig, að
Islendingar nota dönsku og Finnar nota sænsku en ekki
finnsku. Fyrir öldum tíðkaðist það, að nota latínu, síðan
tók franskan við, og nú er enskan að ryðja sér til rúms við
hlið hennar. í rauninni hvílir engin skylda á ríkjum að
þjóðarétti til að nota eitt ákveðið mál í viðskiptum við
önnur ríki, hvort sem þau viðskipti eru munnleg eða
skrifleg.
8*