Skírnir - 01.01.1938, Page 118
Þjóðabandalagið og manneldið.1}
i.
Manneldismálið.
1 september 1935 stofnaði þing Þjóðabandalagsins til
rannsóknar á einu mikilvægasta viðfangsefni í þjóðhags-
málum nú á tímum — fæði almennings.
Allar athuganir, sem gerðar hafa verið í Vesturlöndum
síðan kreppan hófst, af fræðimönnum, er unnu í þágu
líknar- og félagsmála, hafa leitt í Ijós merki um vaneldi
— minnkað þol, næmi fyrir sjúkdómum og jafnvel nær-
ingarsjúkdóma. Athugun þessara einkenna sýndi, að van-
eldi er ekki að eins viðfangsefni þeirra krepputíma, sem
nú standa yfir, heldur er sorglega algengt í öllum löndum
og í mörgum stéttum þjóðfélaganna. Satt er það að vísu,
að langvinnt vaneldi kemur berlegast í ljós meðal atvinnu-
leysingja og fátæklinga, en hitt er jafnvíst, að hundruð
þúsunda af fólki, sem hefir næg efni, fer á mis við góða
heilsu, af því að það veit ekki, hvaða fæðu skal kaupa.
Hin mikla fáfræði almennings um gildi næringarefna
stingur raunalega í stúf við hinar almennu framfarir
læknisfræðinnar síðustu áratugina. Framfarirnar í lækna-
vísindum og heilsufræði á síðari helmingi nítjándu aldar
höfðu í för með sér skilning á því, að mannkynið mundi
mjög geta bætt heilsufar sitt. Þekkingin á sóttkveikjum
margra sjúkdóma benti á leið til þess, að útrýma næmum
1) Þýðing á: League of Nations Questions. 7: New technical
efforts towards a better nutrition. Geneva 1938.