Skírnir - 01.01.1938, Page 119
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
117
sjúkdómum. Ráð fundust til þess að gera umhverfi manna
heilnæmara með heilbrigðisráðstöfunum og húsagerð og
styrkja líkamann með líkamsæfingum. Menn ólu þá ör-
uggu von, að hin forna hugsjón mens sana in corpore sano
(heilbrigð sál í heilbrigðum líkama) mundi verða arfur
alls mannkyns, ef þeirri þekkingu, sem ávannst, væri
dyggilega beitt í framkvæmd.
En þessi framför læknisfræðinnar hefir og orðið til
þess að sýna, hve víðtæk þau mein eru, sem hún enn á í
höggi við. Þrátt fyrir hagnýtingu þeirrar þekkingar, sem
læknisfræðin og heilsufræðin geymir, er líkamsástand
mikils hluta mannkynsins enn langt fyrir neðan hið setta
markmið; og nýjar rannsóknir hafa fært sönnur á, að
þetta á að miklu leyti rót sína í ófullkomnu fæði.
I stríðinu mikla, er ríkisstjórnirnar urðu að bjóða út
miklum fjölda ungra hermanna, varð þeim bilt við, af því
hve líkamsatgervi þeirra, er buðust til herþjónustu, var
bágborið. Læknaeftirlit í skólum sýndi, og sýnir enn, að
fjöldi af börnum er veiklaður og hefir ekki þann þroska,
er aldrinum hæfir. Talsverð minnkun barnadauða í sum-
um löndum gerir að eins hinn mikla barnadauða, sem enn
á sér stað í öðrum löndum, því átakanlegri. Sumar far-
sóttir reynast svo skæðar, að það virðist ekki stafa ein-
göngu af því, hve illkynjaðar þær eru, heldur og af skorti
á viðnámsþrótti fólksins.
Jafnframt hafa uppgötvanir síðustu þrjátíu ára, er leitt
hafa til nýrrar þekkingar á næringunni, leitt það æ átak-
anlegar í ljós, að ónóg næring á mikilvægan þátt í barna-
dauðanum; hún skýrir og hina háu tölu vanþroskaðra
skólabarna og unglinga; hún veldur bæði vanheilsu og
sleni í fullorðnum mönnum. Sjúkdómar, er stafa af ófull-
komnu fæði, koma fyrir, ekki aðeins meðal borgarbúa,
heldur og jafnvel hjá framleiðöndum fæðuefna í sveit-
um, ekki aðeins í fátækum eða frumstæðum löndum, held-
ur og meðal auðugra þjóða með gamalli og hárri menn-
ingu. Hin víðtæka rannsókn á næringarástandi og fæðis-
venjum, sem nú er verið að gera, hefir raunar leitt til