Skírnir - 01.01.1938, Síða 121
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
119
að framleiða með ærnum kostnaði þær iðnaðarvörur, er
þau voru vön að flytja inn.
Bæði í landbúnaðarlöndum og iðnaðarlöndum minnkaði
kaupmátturinn mjög; verzlunin lamaðist. Landbúnaðar-
kreppan hafði kreppu iðnaðarins í för með sér og síðan
atvinnuleysi; atvinnuleysið jók svo aftur kreppu landbún-
aðarins, og svona gekk svikamylnan áfram.
Þjóðirnar eru enn að berjast við að komast úr þessari
svikamylnu. Viðleitnin, að gera sem flestum kunnar hin-
ar nýju uppgötvanir um gildi fæðuefna og bæta matar-
æðið, getur stutt mjög, ekki einungis að því að auka heil-
brigði og viðnám gegn sjúkdómum og þreytu, heldur og
að lausn þeirra vandamála, sem fólgin eru í því, að of-
mikið virðist framleitt af landbúnaðarafurðum og að
framleiðendur þeirra fái ónógt endurgjald fyrir þær.
í'yrstn rannsöknirnnr.
Þjóðabandalagið hóf þessa viðleitni fyrir tíu árum, er
Heilbrigðismálanefnd þess gerði fyrstu rannsókn sína á
næringu almennings. Fyrst var gerð rannsókn á fæðu-
kröfum og fæðuvenjum í Japan, þar sem mikill hluti íbú-
anna þjáðist bersýnilega af vaneldi. Næsta stigið var að
i’annsaka framleiðslu og dreifingu einnar af þeim fæðu-
tegundum, sem mannkyninu eru nauðsynlegastar, sem sé
mjólkur. Árið 1932 voru rannsökuð áhrif heimskreppunn-
ar á heilbrigði almennings með sérstöku tilliti til næring-
arinnar. Loks, árið 1935, skipaði Heilbrigðismálanefndin
tvo sérfræðinga til að undirbúa almennt álit um „Nær-
ingu og heilbrigði almennings“.
Þessi rannsókn átti að svara þremur spurningum:
1) Hvaða kröfur um skammt og gæði fæðu ætti að gera á
hverju skeiði líkamsþroskans ? Hverjar eru, sérstaklega,
fæðuþarfir verkamanns, og hvernig verður gengið úr
skugga um þær? 2) Hvaða föng eru á því í ýmsum lönd-
um að fullnægja þessum þörfum? Hvernig má haga fram-
leiðslu, geymslu og úthlutun fæðuefna eftir þörfum ým-
issa deilda þjóðfélagsins? Hvernig er unnt að koma því
svo fyrir, að hver borgari geti fengið hinar nauðsynlegu