Skírnir - 01.01.1938, Page 122
120
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
fæSutegundir? Hvaða áhrif hafa tekjurnar á daglegt fæði
manna? Hvaða áhrif hafa tekjur — hvaða áhrif hefir
kaupgjald — á fæðisvenjur manna? Heimskreppan og
það, að hvert land hefir orðið að veita styrk, hefir sýnt
meginsamband fæðis og tekna.
Lokaspurningin var sú, hvort ríkið ætti að gera ráð-
stafanir til að bæta næringuna. Ríkisstjórnir neyðast bæði
beint og óbeint til að láta mataræði og fæðisvenjur til sín
taka. Stjórnarvöldin þurfa að sjá ýmsum flokkum manna
beinlínis fyrir fæði — föngum, her, skólabörnum og náms-
mönnum. Þau gera ráðstafanir til að lækna næringarsjúk-
dóma: skyrbjúg, pellagra, beinkröm og beriberi. Til líkn-
ar atvinnuleysingjum hafa þau komið á opinberum mat-
gjöfum eða hafa bætt upp fæði skólabarna með skólamál-
tíðum eða með því að úthluta mjólk í skólum. Óbeinlínis
hefir ríkið mörg tækifæri til að innræta borgurunum
meginreglur góðrar næringar; í skólunum, allt frá barna-
skólum til iðnskóla og læknaskóla; meðal almennings með
heimsókn hjúkrunarkvenna, heilbrigðisfulltrúans og bjarg-
ráðamönnum. Margar rannsóknir, er gerðar hafa verið
í mörgum löndum, hafa leitt í ljós, að aukinn kaupmátt-
ur og betri dreifing fæðuefna nægir ekki eitt til að bæta
mataræði, sem ófullkomið hefir verið sökum fátæktar;
opinber fræðsla er nauðsynleg.
Opinberar umrœbur um mAlitS.
Opinberar umræður um ýmsar hliðar þessa viðfangs-
efnis í stofnunum Þjóðabandalagsins hafa verið fyrsta
skrefið til að fræða almenning um hið mikilvæga samband
mataræðis og heilbrigði.
Hve alvarlegt mál vaneldið er, var fyrst tekið til um-
ræðu á þingi Þjóðabandalagsins 1935. Þar var málið sett
fram af Bruce, fulltrúa Ástralíu, og ástandinu í heimin-
um lýst. Hann benti á þann sorgarleik, að í sama heimi
og jafnvel stundum í sama landinu ætti sér stað vaneldi
og offramleiðsla fæðuefna. Heimurinn hafði einmitt þá
fengið að kenna á langri og strangri kreppu. Framleiðsla
alls konar fæðuefna hafði stöðugt aukizt; markaðir voru