Skírnir - 01.01.1938, Side 126
124
Þjóðabandalagið og manneldið.
tSkírnir
kreppa er, heldur jafnvel í blómlegustu iðnaðarlöndun-
um, fái ekki næga næringu. Slíkt vaneldi og næringar-
skortur er ekki eingöngu afleiðing af stundarólagi,
sprottnu af kreppu iðnaðarins, þó að kreppan venjulega
geri ástandið alvarlegra. Það er ástand, sem finnst hjá
mörgum verkamönnum, sem hafa atvinnu, og þegar fram-
kvæmdir eru með venjulegum hætti. Skýrslan víkur að
orsökum þessa ástands og skýrir frá því, sem gert hefir
verið til þess að bæta það.
Fulltrúar á Hinum alþjóðlega vinnumálaþingfundi í
júní 1936 ræddu þessa skýrslu frá sjónarmiði þeirra stofn-
ana, er höfðu sent þá — stjórnarvalda, vinnuveitendafé-
laga og verkamannafélaga. Niðurstaðan af öllu saman
varð sú, „að næringu verkamanna yrði að telja eitt mikil-
vægasta viðfangsefnið, sem alþjóðasamtök verkamanna
ætti að leysa úr“. Vinnumálaskrifstofunni var því falið,
að halda áfram næringarrannsóknunum, og hefir hún gert
það í samvinnu við nefnd sérfræðinganna í manneldis-
málum.
AtSrnr stofnnnir hjálpn til.
Ýmsar aðrar alþjóðastofnanir höfðu á sama tíma sýnt
áhuga sinn á manneldismálinu og látið í ljós löngun sína
að vinna með Sérfræðinganefndinni að lausn þess. Til
dæmis var fulltrúi Alþjóðanefndar í samvinnumálum beð-
inn að koma á fundi Sérfræðinganefndarinnar. Hafði
nefndin gefið út skýrslu um þau ráð, er samvinnufélög í
ýmsum löndum hafa til að fræða og leiða félaga sína, bæði
framleiðendur og neytendur, í manneldismálum. Slíkur
félagsskapur getur verið stjórnarvöldunum mikil aðstoð
í viðleitni þeirra að fræða almenning um gildi fæðuteg-
unda og mikilvægi mataræðisins og til að hamla því, að
almenningi séu gefnar rangar hugmyndir um fæðuefni.
Ráðgjafarnefnd Þjóðabandalagsins í þjóðfélagsmálum,
sem hefir fulltrúa í Sérfræðinganefndinni, lætur sérstak-
lega til sín taka þjóðfélagslegar afleiðingar af vaneldi
barna og unglinga, bæði í borgum og sveitum. Hún hefir
líka hugleitt nokkuð, hvaða efni er um að velja til þess