Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 128
126
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
III.
Bættar aðferðir.
Seytjánda þing ÞjóSabandalagsins (september 1936)
samþykkti stefnuskrá þá, er Sérfræðinganefndin hafðl
lagt fram, og mælti með því, að ríkisstjórnir tækju hana
upp. Jafnframt ákvað það að efla á ný þær rannsóknir,
er hafnar voru, bæði þær, er Sérfræðinganefnfin hafði
með höndum, og hinar, sem voru takmarkaðri að eðli og
faldar Heilbrigðismálastofnuninni.
Því er svo komið, að nú liggur fyrir Þjóðabandalaginu
langur listi viðfangsefna, er næringuna snerta og enn á
að rannsaka nánar. Eru sum þeirra tæknilegs eðlis. Þjóða-
bandalagið ætlar sér ekki fremur með þessu en með starfi
Sérfræðinganefndarinnar að setja upp algildar reglur eða
ráð um meðferð vaneldisins í ýmsum löndum. Tilgangur
þess er miklu fremur sá, að gera kunnar niðurstöður vís-
indanna á því stigi, sem þær eru í þessum efnum, og að
gefa hvöt bæði til frekari rannsókna og til að hagnýta þá
þekkingu, sem þegar er fengin, við hin sérstöku viðfangs-
efni hvers lands og staðar. Ef bæta á fæðisvenjur og efla
þar með almenna heilbrigði, verður að taka mörg og marg-
vísleg atriði til greina — venjur, smekk, siði, efnahag,
lífskröfur, starf og tekjur. Þessi atriði eru mismunandi
eftir því, hvert landið, héraðið eða heimilið er. Auðsætt
er, að það kemur að lokum til kasta stjórnarvaldanna á
hverjum stað, að ráða bót á vaneldinu, eftir því, hvernig
þessum atriðum er háttað.
Samkvæmt þessari niðurstöðu, lagði Sérfræðinganefnd-
in til, að ríkisstjórnirnar „kæmu skipulagi á það starf,
sem unnið er af ýmsum aðiljum, til þess að bæta næringu
almennings, og settu á fót, þar sem engin miðstjórn slíkra
mála væri til, sérstaka nefnd með þessu markmiði, til þess
að tryggja samræmi í stefnu og framkvæmdum. Til þess
að samræma störf þessara þjóðnefnda — sumar þeirra
voru þegar til — taldi þing Þjóðabandalagsins æskilegt,
að leiðtogar þeirra kæmu á fund og bæru saman skoðanir
sínar og reynslu.