Skírnir - 01.01.1938, Síða 129
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
127
í>j6Snefndlr 1 ma n nel (II s m A1 u 111.
Fyrsti fundur fulltrúa allmargra þjóðnefnda var því
haldinn í Genf, 22. til 26. febrúar 1937, og var Astor lá-
varður forseti hans. Dagskrá fundarins var bundin við
þessi atriði:
1) Stöðu og skipun þjóðnefnda;
2) Starf það, er unnið hafði verið eða verið var að
vinna; aðferðir þær, er hafðar eru:
a) Til þess að ganga úr skugga um næringarástand
þjóðar;
b) Til að fræða almenning um þær meginreglur,
sem miða að því, að bæta næringuna.
Hvert þessara atriða varð tilefni merkilegra umræðna.
Fundarmenn skýrðu frá því, sem gert hafði verið í lönd-
um hvers þeirra, til að leiða inn nýjar neyzluvenjur, bæta
heilbrigði almennings og halda við þeirri heilsubót, sem
fengin var. Margs konar aðferðum hafði verið beitt, en
allir voru sammála um nauðsyn á því, að breiða út þekk-
lngu á gildi verndarfæðu og á mikilvægi rétt samsettrar
daglegrar fséðu. Komu fram mörg átakanleg dæmi um
áhrif slíkrar fæðu á heilbrigði og þroska, sérstaklega
barna, en því miður eru sannanir hins jafnmargar og
átakanlegar, að „bezta ástand“ er fágætt, ef ekki undan-
tekning.
Skipun og staða þjóðnefnda er mismunandi í ýmsum
löndum; og raunar mundi fast form á þeim gera þær óhæf-
ar til að laga sig eftir þjóðarháttum. Fundarmenn voru
t*ó sammála um það, að þessum nefndum yrði að vera
þannig háttað, að það „tryggði samræmi í stefnu og fram-
kvæmdum", eins og þing Þjóðabandalagsins hafði orðað
það. Eitt aðalskilyrði þess virðist það, að þær séu liður í
skipulagi framkvæmdarvalds ríkisins. Þjóðnefnd, sem
eingöngu er háð einkaframtaki og fjárframlögum, eins og
sumar þeirra eru, getur eflaust ekki unnið störf sín nægi-
taga vel.
Auðsætt er, að framkvæmdir í manneldismálum þjóð-
ar verða að styðjast við rannsóknir, sem gerðar eru með