Skírnir - 01.01.1938, Page 130
128
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
nokkru millibili, á neyzluvenjum hennar. Aðferðir þær,
sem venjulega eru hafðar til að ákveða næringarástand
almennings, voru ræddar vendilega, og allmargar megin-
reglur og leiðbeiningar voru settar fram í álitsskjali, sem
vonandi er að verði tekið til meðferðar af sérfræðinga-
nefnd í Heilbrigðismálastofnuninni. Eigi síðar en árið
1926 hélt Hin alþjóðlega vinnumálastofnun vinnuhagfræð-
ingafund og gaf út skýrslu um aðferðir við að afla og
vinna úr fræðslu um það, hve mikið verkamenn nota af
fæðuefnum og öðrum vörum og af þjónustu annara. Sér-
fræðingar nefndar þeirrar, er Vinnumálaskrifstofan hef-
ir í ráðum með sér um manneldismál, hafa nýlega lagt
það til við stjórn hennar að koma á alþjóðlegum umræð-
um um málið, sérstaklega í samvinnu við sérfræðinga
Þjóðabandalagsskrifstofunnar og þjóðnefndir í mann-
eldismálum. Nefndin telur mikilvægt, að veruleg sam-
vinna sé milli þessara aðilja um það að bæta aðferðir við
slíkar rannsóknir, svo að hægt sé að gera samanburð á
þjóðum og fá meira samræmi.
Fyrirœtlanlr um framtlVnrrannMöknir.
Eftir að bráðabirgðarskýrsla Sérfræðinganefndarinn-
ar kom út, tók Heilbrigðismálastofnun Þjóðabandalagsins
upp ýmsar skyldar rannsóknir. Hún leggur þannig mjög
mikilsverðan skerf til þekkingar vorrar á málinu almennt,
og í því felast enn mikil verkefni fyrir vísindin.
Höfundar skýrslunnar um „Lífeðlisgrundvöll næring-
arinnar", sem þegar var getið, réðu til þess, er þeir lögðu
fram niðurstöður sínar, að eftirfarandi tíu atriði yrðu
tekin til nánari rannsóknar:
1) Næringarástand barna;
2) Næringarefnaþörf fyrsta æfiárið;
3) Lágmarkskröfur um fjörvi og málmefni;
4) Lágmarkskröfur um fituefni;
5) Næringar- og „uppbóta“-gildi ýmissar eggjahvítu-
fæðu, að ákveða, að hve miklu leyti og í hvaða formi
dýraeggjahvíta sé nauðsynleg til vaxtar og heil-
brigði;