Skírnir - 01.01.1938, Síða 131
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
129
6) Tiltölulegt næringargildi ýmissa korntegunda eftir
því, hve mikið þær eru malaðar;
7) Að hve miklu leyti hin vaxandi sykurneyzla er skað-
leg fyrir heilsuna;
8) Áhrif loftslagsins á fæðisþarfir;
9) Að hve miklu leyti það mataræði, sem almennt tíðk-
ast, svarar ekki þeim kröfum, sem gerðar eru í
skýrslu þessari;
10) Hvaða skammts af mjólk er bezt að neyta á hverjum
aldri.
Síðar var bætt við listann tillögu um sérstakar mjólkur-
rannsóknir, sérstaklega um auknar næringarverkanir af
því, að fæðuefnin í mjólkinni annars vegar og í kornmat
og kartöflum hins vegar orka hvert á annað.
Nœringarástand harnn.
Fyrsta atriðið, sem nefnt var hér að framan — nær-
ingarástand barna — var tekið til meðferðar á fundi heil-
brigðisfræðinga, sem haldinn var í Genf í desember 1936.
Þessir sérfræðingar lögðu til, að hafðar væru ýmislegar
rannsóknaraðferðir eftir tölu þeirra barna, sem rannsaka
átti næringarástandið hjá.
Fyrsta rannsóknaraðferðin, sem þeir bentu á, miðar
að því að skipta fjölda einstaklinga fljótlega í flokka, og
er þá tekið á spjöld aldur, kyn, líkamsútlit, þyngd, hæð,
og niðurstaða einfaldrar læknisskoðunar. Önnur rannsókn-
araðferð, er felur í sér nákvæmari skoðun og tekur smærri
bóp einstaklinga, hefir, auk atriða fyrstu rannsóknarinn-
ar, rannsókn á efnahag og félagsaðstæðum (sérstaklega
mataræði heimilisfólks og barns), nákvæma læknisskoðun
og nokkur próf, sérstaklega próf á leyniskorti á A-, C- og
D-fjörvi. Þriðja rannsóknaraðferðin miðar að vísinda-
legri rannsókn á því, hvaða áhrif fæði, sem er ónógt að
vöxtum eða gæðum, hefir á öll störf líkamans, bæði lík-
amleg og andleg. Allar þessar tegundir rannsókna eru nú
gerðar í sumum löndum. 1 Svíþjóð ná þær til 50 000 barna,
í Tjekkoslovakíu til 10 000 og í Austurríki til 20 000. Svip-
9