Skírnir - 01.01.1938, Page 132
130
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
aðar rannsóknir hafa um skeið einnig farið fram í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Póllandi og Noregi.
Annar hópur sérfræðinga, er sérstaklega voru barna-
fræðingar, lagði stund á að ákveða næringarþarfirnar
fyrsta æfiárið, nánar tilteknar í hitaeiningum, eggjahvítu-
efnum, kolvetnum, fitu, málmsöltum og fjörvum. Hann
birti niðurstöður sínar um lengd þess tíma, er börn fá
brjóst eða pela, um gjöf glóaldinsafa, rauðaldinsafa og
þorskalýsis og um notkun korntegunda, kjötsúpu, græn-
metis og eggja í fæðu barna.
IV.
Lokaskýrslan.
HeilbrigtSi, landbúnatSur, lijóSineguimrstefna.
Lokaskýrsla Þjóðabandalagsins um næringuna var birt
seint í ágúst 1937 í lok átjánda þings Þjóðabandalagsins.
Þessi skýrsla jók og færði til síðustu tíma fyrstu niður-
stöður sérfræðinganna, er birtar voru í bráðabirgðar-
skýrslu þeirra um áhrif fæðisvenjanna á heilbrigði al-
mennings. Hélt hún svo áfram og ræddi um sambandið
milli manneldismálsins annars vegar og aðgerða í land-
búnaðar- og fjárhagsmálum hins vegar.
Ein af þeim spurningum, sem sérfræðingarnir höfðu
lagt fyrir sig, var þessi: Ef gert er ráð fyrir, að fæðis-
venjur bötnuðu í öllum löndum heims, þá mundi það hafa
í för með sér aukna eftirspurn eftir mjólkurbúsafurðum,
garðafurðum, ávöxtum og nýju kjöti. Hvaða áhrif mundi
þessi breytta eftirspurn hafa á framleiðslu landbúnaðar-
ins í ýmsum löndum? Hvaða áhrif mundi hún hafa á
verzlunarviðskiptin ?
LandbúnatSur og manneldi.
Skýrsla þeirra sýnir, að framfarir í manneldismálum
eiga sér nú stað í ýmsum af Vesturlöndunum. Aðgerðir
í þeim málum eru auðvitað talsvert mismunandi eftir því,
hvert landið er, með því að aðstæðurnar, sem taka verður
til greina — efnahagur, þjóðarsiðir og gamlar fæðisvenj-
ur — eru mjög ólíkar. En aðalmarkmið slíkra aðgerða