Skírnir - 01.01.1938, Síða 133
Skírnir]
Þjóðabandalagið og manneldið.
137
verður alstaðar að vera hið sama: að sjá fyrir því, að all-
ar stéttir þjóðarinnar fái hæfilegt fæði, það er fæði, sem
veitir nægan skammt af orkugefandi og verndandi nær-
ingarefnum í réttum hlutföllum.
I mörgum löndum eru gerðar tilraunir til að bæta með
beinum aðferðum næringu ákveðins hluta íbúanna. Til
dæmis hefir víða verið reynt að sjá skólabörnum fyrir
mjólk; og tilraunir til að bæta mataræði eru gerðar af
stjórnarvöldum, er hafa með höndum líknarstarfsemi eða
styrkveitingar, af opinberum stofnunum, svo sem mæðra-
hjúkrunarstofum eða hjálparstöðvum, af einkafélögum, er
styðja hjálparstöðvar og hressingarstöðvar, o. s. frv. Til-
raunir til að bæta upp mataræðið með framleiðslu á staðn-
um eru gerðar með úthlutun matjurtagarða og framleiðslu
eða tilbúningi matar í samvinnufélagsskap.
I nálega öllum löndum er eitthvað reynt að fræða al-
menning um hið mikilvæga samband fæðis og heilsu. Slík
fræðsla á við, hver sem efnahagurinn er. Auðvitað ríður
á því, að missa ekki sjónar á sambandi hæfilegs húsnæðis
og klæðnaðar, hreins lofts, sólskins, hreyfingar og lífs-
kjaranna yfirleitt við þær manneldisráðstafanir, sem gerð-
ar eru til þess að auka almenna heilbrigði. En óhætt er að
segja, að fyrsta atriðið er hæfilegt fæði, einkum á æsku-
árunum.
Laíífæring-, ekki byltingr.
Lokaskýrsla Sérfræðinganna sýnir, hve eftirspurn eft-
ir „verndarfæðuefnum“ hefir vaxið á síðari árum og hvern-
ig framleiðslu landbúnaðarafurða hefir smám saman ver-
ið hagað svo, að hún gæti fullnægt þessari eftirspurn.
Yfirleitt er það svo, að aukin eftirspurn eftir fæðuefnum
(hverrar tegundar sem eru) hefir í för með sér auknar
framkvæmdir í landbúnaði. Með því að nokkur áherzla
hefir verið lögð á sérstakan flokk fæðuefna — verndar-
fæðu — verður landbúnaðurinn að haga sér eftir því og
framleiða tiltölulega meira af þeim en áður. En sérfræð-
ingarnir telja þetta þó ekki valda neinni byltingu í land-
búnaði. Allar breytingar, sem gera má ráð fyrir í fæðu-
9*