Skírnir - 01.01.1938, Síða 134
132
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
venjum, verða smám saman og heimaframleiðslan jafnt
og framleiðsla fyrir markaðinn hefir því tíma til að laga
sig eftir breyttri eftirspurn. 0g með því að flestum vernd-
arfæðuefnum, sem eftirspurn er um, er hætt við skemmd-
um, þá kemur sú breyting, að framleiða tiltölulega meira
af þeim, framleiðslu landbúnaðarins fyrir heimamarkað-
inn og þjóðarmarkaðinn í öllum löndum að gagni, með því
nð hún fær þá eðlilegu vernd, sem ávallt er fólgin í fjöl-
breytni framleiðslunnar.
Ekki skulu menn ætla, að þeir, sem framleiða hinar
orkugefandi fæðutegundir, en þar eru korntegundir mikil-
vægastar, hafi skaða af þessari breytingu. Þó að hin
fyrsta viðleitni að bæta næringuna legði sérstaklega
áherzlu á neyzlu verndarfæðu, þá er það auðvitað viður-
kennt, að orkugefandi fæða er og verður grundvöllur
mataræðisins.
1 framfaralöndunum fær mikill meiri hluti fólksins nóg
af orkufæðu, en allur helmingur fólksins í mestu fram-
faralöndunum fær ekki nóg af verndarfæðu (mjólk, ávöxt-
um, grænmeti o. s. frv.). f þeim löndum Evrópu, sem
skemmra eru á veg komin, er ekki aðeins mjög alvarleg-
ur skortur á verndarfæðu, heldur og jafnvel þörf á meiri
brauðneyzlu. Fjarst í Austurlöndum er ástandið helzt til
oft eins og kínverska stjórnin lýsir í skýrslu sinni til nefnd-
arinnar, er segir, að flestir Kínverjar þjáist allt af af
vaneldi.
Auðsætt er, að bætur á næringu þessa fólks yrði jarð-
yrkjubændum til hagsbóta. Sé litið á manneldismál heims-
ins í heild sinni, sést undir eins, hve geysimikið mætti auka
neyzlu og framleiðslu kornmetis og sumra annara fæðu-
tegunda, sem einkum eru til orkugjafar.
Þar sem landbúnaður hvers lands því hagnast af auk-
inni eftirspurn eftir verndarfæðu, þá hagnast þau lönd,
er framleiða til útflutnings, að sama skapi sem frumþörf-
um hinna fátækari stétta á orkufæðu er betur fullnægt.
Sérfræðingar Þjóðabandalagsins sýna, að landbúnað-
inum hefir í reyndinni tekizt að laga sig eftir þeim breyt-