Skírnir - 01.01.1938, Síða 138
136
Þjóðabandalagið og manneldið.
[Skírnir
MatnrveríS.
I sambandi við athuganir sínar á tekjum og matar-
verði, lýsa sérfræðingarnir því, hvernig matarverðið
ákvarðast af ýmsum atriðum í sambandi við öflunina —
tækni og kostnaði framleiðslunnar, verzlunarháttum,
markaðsskipulagi og dreifingarkostnaði. Þeir hafa vakið
athygli á því, að samvinnusnið á framleiðslu og sölu hefir
lækkað verð á matvörum í smásölu. Þeir benda á það, að
oft er vel hægt að minnka bilið milli heildsöluverðs og
smásöluverðs, og ráða til, að sá úrkostur sé vandlega íhug-
aður af hverri ríkisstjórn, sem lætur sér annt um að halda
góðum matvörum í hæfilegu verði.
Pœ?Sl ogf velmegun.
Næringarsérfræðingarnir gátu ekki rætt um öflun nær-
andi fæðu, án þess að taka þá staðreynd til greina, að flest
lönd verða að flytja inn eitthvað af þeim fæðuefnum, sem
þurfa til þess að borgarar þeirra geti fengið hæfilega
blandað fæði. Þeir hafa sýnt, að þar sem mjög háir vernd-
artollar eru á landbúnaðarafurðum, þar verða matvörur
dýrari, og getur þá ekki hjá því farið, að það hafi skað-
leg áhrif á mataræði manna. Þeir leggja því til, að ríkis-
stjórnirnar endurskoði tolla sína og höft á landbúnaðar-
afurðum, sérstaklega frá sjónarmiði næringarþarfa borg-
aranna. Frjálsari verzlun með matvörur mundi eflaust
gera hinar nauðsynlegu fæðutegundir auðfengnari í hverju
landi. Það mundi enn fremur að eins bæta efnahaginn.
Það er raunar meginskoðun næringarsérfræðinga Þjóða-
bandalagsins, að heilbrigð stefna margra ríkisstjórna í
manneldismálum mundi hafa í för með sér, fyrst og fremst,
að þjóðarheilbrigðin batnaði stórum, og í öðru lagi, að
landbúnaður bæði þjóðar og heims fengi betri aðstöðu.
Það mundi hins vegar auka mátt þeirra, er landbúnað
stunda, til að kaupa þær fæðutegundir, sem eru verk-
smiðjuiðnaður. Manneldisbætur mundu því verða til þess
að bæta mjög efnahaginn í heiminum.