Skírnir - 01.01.1938, Page 140
Gunnar Gunnarsson.
Eftir Stefán Einarsson.
Hafi nokkur núlifandi manna haldið nafni Islands á
lofti á erlendum vettvangi með heiðri og sóma, þá er það
Gunnar Gunnarsson, rithöfundur. Þeim mun kynlegra er
það, hve hljótt hefir verið um þennan andans afkastamann
heima á föðurlandi hans. Bækur hans hafa að vísu verið
ritdæmdar, með hangandi hendi, að manni finnst á stund-
um. Stöku sinnum hafa ónotahnútur verið sendar um sæ
til útlagans fyrir frammistöðu hans. En það hafa verið
meinlausar völur, utan einu sinni að á kom, svo að sveið
(Einar Benediktsson: „Landmörk íslenzkrar orðlistar“,
Skírnir 1922, 96. árg., bls. 117—129). Stöku sinnum hafa
og góðar sendingar farið um hafið, en þær hafa verið
fremur léttvægar, að undanskilinni ágætri grein um Kirkj-
una á fjallinu eftir H. K. Laxness (Iðunn 1930, 14. árg.,
bls. 275—294), og nokkrum sjálfsögðum heiðursvottum,
sem þjóð hans hefir sýnt honum á síðustu árum. Hann
var gerður riddari af Fálkaorðunni 1930. En annars
hefir afstaða Islendinga til Gunnars nokkuð minnt á við-
horf Haralds konungs harðráða til Brands örva: þjóðin
hefir átt eina höndina gagnvart Gunnari og þá þó, að
þiggja ávallt, en gefa aldregi. Að vísu hefir í þessu ein-
kennilega viðhorfi þjóðarinnar legið mikið af trausti henn-
ar á þessum syni sínum: þú ert fær og fleygur; enda verð-
ur þú að bjarga þér sjálfur! Og Gunnar hefir bjargað
sér sjálfur! En þess hefði verið óskandi, að þjóðin hefði
a. m. k. látið gera góðar þýðingar af verkum Gunnars og