Skírnir - 01.01.1938, Page 142
140
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
son. Þeir bræður voru synir Gunnars bónda á Brekku í
Fljótsdal Gunnarssonar, bróður séra Sigurðar Gunnars-
sonar á Hallormsstað, er mestur höfðingi mun hafa verið
austfirzkra presta um sína daga. Auk þess var hann fræði-
maður á þjóðleg og alþýðleg fræði, eins og greinar hans
um örnefni á Austfjörðum og tímaritið Iðunn hin elzta
(1861) bera vott um. Loks var séra Sigurður einn af þeim
fáu mönnum, er reyndu að semja skáldsögur, er Jón Thor-
oddsen hafði brotið ísinn með Pilti og stúlku. Sagan
(„Ljótunn Kolbrún", í Norðanfara 1877—78) er að vísu
mislukkað listaverk, en hún er merkur vottur um skoð-
anir og hugsjónir þessa kjarnaklerks. Æfiminning hans
er í Norðanfara 18. ár (1878), 9.—10. tbl., og í Andvara.
En þeir bræður, séra Sigurður á Hallormsstað og Gunn-
ar á Brekku, voru Gunnarssynir, bónda á Ærlæk í Axar-
firði, Skíða-Gunnarssonar, Þorsteinssonar, Jónssonar lög-
réttumanns á Einarsstöðum í Reykjadal (sjá Sýslumanna-
æfir IV, 774, 781; III, 146).
Móðir Gunnars Gunnarssonar skálds, kona Gunnars
ráðsmanns á Valþjófsstað, var Katrín Þórarinsdóttir
Hálfdanarsonar. Þórarinn bjó að Bakka í Bakkafirði, —
hann var f jörmaður mikill, en mun ekki hafa þótt dæll við-
skiptis, ef trúa má hinni ógleymanlegu mynd, sem Gunn-
ar dregur upp af þessum afa sínum: „afa á Knör“, í
Kirlcjunni á fjallinu. Ætt þessa móðurafa hans kann eg
að vísu ekki að rekja, enda gerist þess varla þörf, svo
greinilega kippir honum í kyn til Egils Skallagrímssonar.
Á Valþjófsstað sleit Gunnar barnsskónum. Foreldrar
hans fluttu að vísu eitt árið á annan bæ í Fljótsdal, en
fóru svo aftur að Valþjófsstað sama vorið, sem véra Sig-
urður fór vestur í Stykkishólm. Þá flutti og séra Þórarinn
Þórarinsson að Valþjófsstað, sem enn er prestur þar. Um
haustið kom móðurfaðir Gunnars með þrjá til reiðar norð-
an úr Bakkafirði gagngert til að bjóða tengdasyni sínum
jörð, er losnað hafði í grennd við hann. Það voru Ljóts-
staðir í Vopnafirði, og þangað fór fjölskyldan búferlum
næsta vor. Þá var Gunnar sjövetur.