Skírnir - 01.01.1938, Síða 145
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
143
Rapallo á Ítalíu. Þar var hann með styrk úr Anckerske
Legat, er honum var veittur 1919. Til Islands hafa þau
hjón oft komið, og svo er að sjá, sem hin „ramma taug, er
rekka dregur föðurtúna til“, hafi ekki sliknað með árun-
um. Sérstök ástæða er til að minnast á það, að sumarið
1919 kom Gunnar heim með flokk af dönskum leikurum
til að kvikmynda Sögu Borgarættarinnar. Sá leiðangur
tókst vel, því að myndin hefir orðið vinsæl á Norðurlönd-
um og á Islandi. Eftir það mun Gunnar ekki hafa heim-
sótt gamla landið, þar til 1931 um sumarið. Þá var honum
tekið með virktum: háskólinn hélt honum og frú Sigríði
Undset samsæti, skáldið H. K. Laxness mælti fyrir minni
Gunnars, en hann svaraði með merkilegri ræðu um við-
horf sitt til íslands.
Árið áður (1930) höfðu landar hans heiðrað hann með
Fálkaorðunni, og var það vonum seinna, því að Gunnar
var þá löngu viðurkenndur sem einn af ágætustu höfund-
um á Norðurlöndum og bækur hans þýddar á öll germönsk
mál og auk.þess á finnsku, pólsku og tékkoslovnesku. Á
ensku höfðu þá komið út Guest the One-Eyed 1920 (þ. e.
saga Borgarættarinnar í styttri þýðingu), Sworn Brothers
1920 og Seven Day’s Darkness 1930. Þó höfðu bækur hans
utan Norðurlanda haft langmest gengi á Þýzkalandi. Þar
kom út þýðing á Salige er de Enfoldige 1921. En eftir 1927
niunu flestöll rit hans hafa komið í þýzkum þýðingum,
enda hafa þýzkir háskólar keppt um að sýna honum heiður
á síðustu árum. Þannig var hann gerður að heiðursdoktor
við háskólann í Heidelberg 1936, og árið eftir voru honum
veitt verðlaun úr skáldasjóði Heinrich Steffens í Hamburg.
II.
Snúum oss nú frá hinni jöfnu vinnugefnu æfi Gunnars
að verkum hans.
Hann hefir sjálfur sagt frá því, hvernig Island reis upp
ú ný í minni hans, þegar hann fór að ná sér eftir alla ring-
ulreiðina, sem lífið „út í heimi“ hafði hleypt af stað í huga
hans. Þá sá hann ísland aftur — sveitir, menn og örlög