Skírnir - 01.01.1938, Síða 146
144
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
Jjeirra — í nýju ljósi: bláma fjarlægðarinnar. Og þá skild-
ist honum, að það, sem honum í æsku hafði fundizt hvers-
dagslegt, var í raun og veru einkennilegt og oft fagurt;
hann sá nú, að ef nokkrir voru lausir við þann gráma
hversdagsleikans, sem hann hafði haldið, að þeir einkum
væru bornir til, þá voru það íslendingar.
Vera má, að Árósaveran hafi búið Gunnar undir þetta
endurmat á íslenzku sveitalífi. Að minnsta kosti segir
hann, að hugmyndin um að skrifa íslenzka ættarsögu hafi
kviknað skömmu eftir að hann flutti til Kaupmannahafn-
ar. En hann hafði öðrum hnöppum að hneppa um þær
mundir, ljóð og leikrit í stórum stíl (Shakespeare) vildi
hann skrifa. En sýnirnar frá Islandi urðu áfjáðari, svo á-
fjáðar, að þegar hann loks gaf þeim lausan tauminn og
settist við að skrifa um nýársleytið 1912, þá óx bókin svo
hratt, að hann hafði varla undan að skrifa.
Sveitin, sem Gunnar töfrar fram í bók sinni, er íslenzka
sveitin hans, lítið eitt dulbúin, ef til vill, lítið eitt orðum
aukin, sögðu landar hans, en þó íslenzk sveit með presti
og kaupmanni, og svo sveitarhöfðingjanum Örlygi gamla,
konunginum á Borg. Islendingum, vönum við sennileik
hinna raunsæju bókmennta, óx auður hans og völd í aug-
um. Að leggja verð á vöru héraðsins gerðu goðar í forn-
öld, en ekki bændur á því herrans ári 1912. Hitt var þó
satt, að austfirzkir stórbændur fengu að jafnaði betri kjör
hjá kaupmanni en smábændur og lausalýður. Og þá hitt
ekki síður, að íslenzkir sveitamenn hafa víst allt til þessa
verið fúsir að efla þá til höfðingja í héraði, sem göfugii’
voru að ætt, auði, einkum ef því fylgdi góðgirni og réttvísi
í skiptum við sveitunga þeirra. Og að minnsta kosti var
Örlygur gamli svo íslenzkur, að dönsku gagnrýnendurnir
skildu hann ekki heldur!
Tvo sonu á þessi konungur á Borg: Ormar og Ketil. Er
fyrsti partur ættarsögunnar um Ormar Örlygsson og ber
nafn hans (1912). Hann er listamaður að upplagi, og faðir
hans sendir hann til Kaupmannahafnar til að læra á fiðlu