Skírnir - 01.01.1938, Síða 147
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
145
(þess má geta, að Gunnar er söngvinn að upplagi og
setti sjálfur lög við kvæði sín, þegar hann var á Askov).
Eftir tíu ára hart nám stendur hann á þrepskildi frægðar
sinnar, og spilar fyrir fullu húsi. En af því að Ormar er
öðruvísi en aðrir menn, þá missir hann ekki aðeins allan
áhuga jafnskjótt og hann finnur, að honum er sigurinn vís,
heldur snýr hann líka hljómleikunum í argasta hneyksli
með því að steypa sér kollhnís úr Beethovens Andante yfir
í Waldteufels Valse Espana! Svo lauk listamanns-braut
hans. Og á svipaðan hátt lýkur kaupmennsku-braut hans,
eftir að hann hefir varið öðrum áratug til að verða skip-
eigandi og miljónamaður. Hann kann að sigra, en ekki að
neyta sigurs. — Svo fer hann heim og tekur við búi á
Eorg.
Gagnrýnendur hafa efazt um sálfræðilegan sennileik
þessarar mannlýsingar. En auk þess sem þetta er líklega
þáttur úr eðli Gunnars sjálfs, þáttur, sem hann að vísu
skrifaði frá sér, þá mun hér vera ekki svo lítið af hinu
dreyma eðli Islendingsins frá elztu tíð til vorra daga.
Því einnig í fornöld dreymdi unga menn um utanferðir til
f jár og frama, en eftir það þótti gott heilum vagni heim að
aka. Því miður hafa ekki allir íslendingar reynzt eins þræl-
sterkir og úthaldsgóðir í fyrirtækjum sínum og Gunnar
sjálfur.
Mjög ólíkur Ormari er hinn sonurinn, Ketill. Hin æfin-
týralega æfi hans er efnið í öðrum og þriðja kafla ættar-
sögunnar: Den danske Frue paa Hof, 1913, og Gæst den
enöjede, 1913. Fyrri bókin lýsir hinni samvizkulausu valda-
baráttu Ketils prests, baráttu, sem hann fórnar ekki að-
eins sinni eigin æru, ef hann hefir nokkurn tíma átt hana,
heldur einnig heiðri föður síns og ást og viti hinnar ungu
°g viðkvæmu konu sinnar, dönsku frúarinnar á Hofi. En
þegar svikavefur hans brestur á samvizkusemi föður hans
hann bíður ósigur, þá endurfæðist hann til nýs lífs í
iðrun og yfirbót. I gervi Gests eineygða flakkar hann um
landið, friðarboði og kærleiksboði, hvar sem hann kemur,
unz frægð hins heilaga manns fer landshornanna á milli.
10