Skírnir - 01.01.1938, Page 148
146
Gunnar Gunnarsson.
[Skímir
Og sem heilagur maður kemur hann að lokum aftur í
sveitina, þar sem hann lifði í minningu fólksins sem
djöfuls-presturinn. Þar fær hann að lokum fyrirgefn-
ingu sinna nánustu og getur farið í friði.
Sagan um Gest eineygða er skrifuð að vorlagi við morg-
unsól og glit grænkandi greina. Og það er í henni hátíð
vorsins frá upphafi til enda. Við hittum hinn heilaga
göngumann í fjöllunum á leið til átthaganna. Hann talar
þar við náttúruna á máli, sem minnir á Franz af Assisi.
Við fylgjum honum ofan í sveitina, heyrum fólkið fagna
honum, heilögum manninum, um leið og það bölvar minn-
ingu djöfuls-prestsins. Helgisögublænum er haldið bókina
á enda; hún minnir á beztu verk Selmu Lagerlöf. Hún var
draumur Gunnars um hamingju og frið, skrifaður á ein-
um stuttum mánuði, óbreyttur eins og hann kom í penn-
ann. Og með þessum draumi sínum vann Gunnar eigi að-
eins fullan sigur, heldur stendur verkið enn í dag sem eitt
af snilldarverkum hans.
Fjórða bindið, Den unge Örn, 1914, er varla eins fast-
ur hlekkur í heild ættarsögunnar eins og hin fyrri. En það
er snotur saga með blæ æsku og fjörs yfir hinum kynlegu
tiltektum söguhetjunnar. Örn hinn ungi er launsonur Ket-
ils prests, og eftir dauða hins heilaga manns finnur hann
óljósa köllun hjá sér til þess að feta í fótspor hans. Til
allrar hamingju taka meinlausar vélar fóstra hans og töfr-
ar kærustunnar höndum saman um að snúa hug hans inrt
á heilbrigðari og veraldlegri brautir, þó ekki fyrr en hann
hefir svalað manndómi sínum á því að klífa ófærasta tind-
inn í sveitinni.
Bókmenntadómarar hafa fundið nægar ástæður til að
fetta fingur út í þetta fyrsta stórverk Gunnars. Islend-
ingar hafa kvartað um rómantík, Danir um skort á sál-
fræðilegri þekking og veilur í orsakakerfi sögunnar. Sumt
af þessu er tvímælalaust hótfyndni, því hvaða takmörk
eru rithöfundum yfirleitt sett, önnur en þau að gæða verk
sín lífi ? Og þó að þetta væru gallar, þá bætir Gunnar fyr-