Skírnir - 01.01.1938, Side 149
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
147
ir þá með slyngri byggingu sögunnar, með því hve sýnt
honum er um að skapa áhrifamikla atburði, og með leikni
sinni í því að teikna mannlýsingar. Síðast en ekki sízt:
frásögn hans er svo fjörug og spennandi, að hann heldur
lesandanum frá upphafi til enda bókarinnar. Og að þetta
sé ekki staðhæfing út í bláinn, sannast bezt af vinsældum
Borgarættarinnar. Hún hefir selzt bezt allra bóka hans í
Danmörku og á Norðurlöndum og líklega víðar.
III.
Það ræður að líkindum, að eftir að hafa skrifað frá sér
hinar áleitnu íslandssýnir, mundi Gunnar taka til við þau
áhugamál, sem hann hafði orðið að gefa frá sér, meðan
hann vann að Borgarættinni. Enda bregður nú svo við, að
í næstu bókum sínum er hann sífellt að glíma við gátur,
sem fjöldi manna hefir litla löngun til að fást við, hvað þá
leysa. Gátur, segi eg, en í raun og veru er hún aðeins ein:
gátan um það, hvernig menn geti varðveitt trúna á Guð,
trúna á tilgang tilverunnar, eða trúna á mennina undir
árásum blindra örlaga og illrar tilviljunar.
Til eru menn í þessari veröld, sem telja aðeins hinar
björtu stundir daga sinna, eins og hinn bjartsýni prestur
í Dyret med Glorien (1922). Enn eru aðrir, sem slarka
gegnum veröldina, hugsunarlitlir að því er virðist, hvað
sem fyrir kemur. Og loks eru þeir menn til, sem nauðsyn-
lega verða að finna tilgang tilverunnar, þeir verða að
hafa sér Guð, heimspeki eða að minnsta kosti konu til að
halda höfði þeirra upp úr vötnum veraldarinnar, ef þeir
eiga ekki að missa vitið og drukkna.
Gunnar hefir haft mikið af skapi þessara manna. Leit
hans að hamingjunni var frá upphafi „einþykk og óstýri-
lát“, eins og Björn gullsmiður á Refstað sagði um hann
sjálfan, strákinn. Auðvitað treysti hann á þessari leit í
fyrstu Guði, seinna trúði hann á mátt sinn og megin. En
trú hans, einkum hin erfðabundna guðstrú, varð fyrir
hörðum áföllum: dauði móður hans var eitt, hungrið í
Árósum annað (sbr. Den uerfarne Rejsende, bls. 251—53).
10*