Skírnir - 01.01.1938, Síða 150
148
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
Og til að fylla málið kom svo stríðið, einmitt þegar lífið
virtist annars brosa við honum eftir heppnina með Borgar-
ættina. Það sópaði grundvelli lífsins burt á ný, eins og
þegar jökulá ryður bakka sína. Gunnar var þá nýbúinn
með bók, stóra bók, sem hann hafði varið vetrinum til að
skrifa. Hann varð að brenna henni. En þrjózkan sat í hon-
um og hann tók til hennar á ný og lauk henni þrátt fyrir
allt. Var þetta síðasti kaflinn af Borgarættinni, eða var
það Livets Strand (1915) ? Hvort sem var, þá leysti hann
frá skjóðunni svo um munaði með Strönd lífsins.
Strönd lífsins er saga af íslenzkum presti, sem á guðs-
trú sína að verja gegn árásum illra örlaga. Stundum má
segja, að hann freisti Guðs með trausti sínu, eins og þeg-
ar hann eignast barn með konu sinni gegn læknisráði og
konan deyr. Þetta er því sjálfskaparvíti. En svo er ekki
um kaupfélagið, sem hann hjálpar til að stofna og missir
allt í bruna, eða um vöruskip kaupmannsins, sem ferst á
skerjunum með matbjörg sveitarinnar. Og þegar öldurn-
ar í fjörunni taka litlu dóttur hans, þá gerir hann upp-
reisn gegn þessum Drottni, sem drepur og skapar að vild,
eða réttara, hann kemst að þeirri niðurstöðu, að Guð sé
enginn til, heldur aðeins lífið, strönd lífsins, sem allir
brjóta skip sitt við fyrr eða síðar.
1 næstu sögu Varg i Veum (1916) lýsir Gunnar öðrum
presti, sem stenzt öll skakkaföll lífsins akkeraður í trú
sinni á Drottinn og ástinni til meðbræðra sinna. Sonur
hans Úlfur er andstæða hans; svo vel gefinn sem hann er,
vantar hann einmitt það samræmi sálarinnar, sem hon-
um er nauðsynlegt til að lifa. Kjarkur hans, þótt karl-
menni sé, nær ekki lengra en til að bjóða dauðanum byrg-
in; svo Gunnar leyfir honum að farast á fallegan hátt af
togara í öldum Faxaflóa. — Inn í þessa sögu hefir Gunn-
ar ofið lýsingum af Reykjavík bannlaganna.
Hin þriðja, og af flestum talin hin bezta, af þessum
heimspekilegu sögum Gunnars er Salige er de enfoldige
(1920). Það er óvenjulega samanþjöppuð saga, og Gunn-
ar beitir hér bragði í sögugerð, sem hann oft síðan hefir