Skírnir - 01.01.1938, Síða 152
150
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
rótað trú þeirra. Svo er um prestinn í Vargi í véum og
svo er um nær allar konurnar, sem Gunnar hefir skapað.
I>ær eru heilar, óskiptar, þær fórna öllu, jafnvel lífinu fyr-
ir þá, sem þær elska.
Þessi áhugi á sálarfræðinni, ekki sízt sálarfræði hinna
klofnu manna, er líka eitt af táknum tímans, algengur í
samtímabókmenntunum, sbr. höfunda eins og Hamsun
og Nordal.
IV.
Áhugi Gunnars á að leysa gátur lífins virðist hafa
þverrað um það bil, sem stríðinu lauk, hvort sem það
hefir haft nokkur áhrif á hann eða ekki. í stað þess fór
hann nú að beina athygli sinni til baka í tvöfaldri merk-
ingu: hann fór að sækja yrkisefnin í sögu lands síns og
hann fór að endurskapa sína eigin æfisögu.
Fyrsta sögulega skáldsagan hans, Edbrödre, kom 1918,
en hann tók ekki upp efnið aftur fyrr en 1929. Hins vegar
snéri hann sér að því að skrifa sjálfsæfisögu sína, er út
kom í fimm bindum á árunum 1923—28. Hann hafði að
vísu rissað upp drög til hennar í Drengen, er út kom 1917.
Það er ljóð í óbundnu máli, er fylgir hinum dreymna
dreng allt frá uppruna hans, unz hann endar líf sitt í
skauti náttúrunnar, drífandi á ísjaka á haf út.
En Gunnar var meira en drengur dagdraumanna, eins
og æfisagan, Kirken paa Bjerget, Kirkjan á fjallinu, ber
vott um.
Við fyrsta álit virðist sagan snúast minna um hann
sjálfan en um umhverfi hans og fólkið, sem hann hefir
orðið samferða. Hann skrifar ekki einungis sögu hugs-
unar sinnar, heldur endurskapar hann landið, bæina, fólk-
ið og féð, sem hann ólst upp með. Aðeins er þess að gæta,
að hann málar þessar breiðu myndir af fjölskyldunni,
börnunum, vinnufólkinu, nágrönnunum, flökkurunum og
húsdýrunum eins og hann sá þær á mismunandi aldurs-
stigum — sem barnið, drengurinn eða unglingurinn —, og
þær eru að því leyti partar af honum sjálfum og sýna hann
á ýmsum þroskastigum frá barni til hins fullorðna manns.