Skírnir - 01.01.1938, Síða 153
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
151
0g bak við alla þessa veröld situr sjálfur Gunnar Gunn-
arsson, hinn fullorðni, reyndi maður, horfandi á sjálfan
sig í líki Ugga Greipssonar og brosandi að aðförunum.
Þetta ljær bókunum töfra, sem voru heldur sjaldgæfir í
fyrri bókum Gunnars: kímnina.
Fyrsta bókin er Leg med Straa, Lék eg mér þá að strá-
um. Tóntegund verksins birtist strax í fyrstu línunum: „þau
ár, þegar eg enn var ungur og saklaus að erfðasyndinni
undanskilinni, þau ár, þegar viðburðir lífsins miðluðu
mér reynslu, sem var laus við beiskju, þau ár, þegar vor-
kunn mín með öllu lifandi var ógagnrýn og einlæg, þau
ár, þegar Guð stóð mér fyrir hugskotssjónum sem örlát-
ur og vingjarnlegur móðurafi, Fjandinn eins og dálítið
varasamur og dutlungafullur föðurafi, en undir niðri
heimskur og meinlaus, þau ár, þegar ljósið var í senn
bæði ljós og sigursælt ljós, og allt myrkur og allan ótta
mátti særa burt með einu faðirvori eða signingu, þau ár,
þegar eg grillti ekki kvöldið á morgnana og sat öruggur
í skjóli undir grasi grónum moldarvegg og lék mér að
stráum, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur“ (Leg med
Straa, bls. 7, þýðing H. K. Laxness).
Síðan víkur sögunni að fyrstu sundurlausu barnsminn-
ingum Ugga (Gunnars), að árunum, sem hann var á
Ófeigsstað í Breiðdal (Valþjófsstað í Fljótsdal), þar sem
faðir hans var ráðsmaður hjá bróður sínum, Sigurbergi
presti (séra Sigurði Gunnarssyni). Yfir báðum bræðrun-
um er alveg sérkennilegur drengskaparblær, en faðir Ugga
er bráðari í skapi en hinn stóiski prestur, sem þrátt fyrir
glettnina býr yfir djúpri alvöru undir niðri. Þess er get-
ið, að hann hafi grafið þrjú börn sín í einni gröf; það
minnir á hinn reynda prest í Vargi í véum. Eigi að síður
náði þessi föðurbróðir Gunnars hárri elli og á níræðis-
aldri gekk hann enn þráðbeinn um götur Reykjavíkur með
glettnisglampa í augnakrókunum. Og þegar Gunnar kynn-
lr okkur einnig afa sinn, föður þessara bræðra, gráhærð-
an öldung með sams konar drengskaparbragði, þá fer mað-